Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 19:24 Arndís Kjartansdóttir, stofnandi mótmælahópsins, og Davíð Arnar Stefánsson, oddviti VG í Hafnarfirði. Vísir/Einar Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. KLIPPA Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. KLIPPA Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05