Kveikjum áhugann – Kveikjum neistann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 11. júlí 2024 11:31 Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug. Verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur verið í gangi í þrjú ár. Niðurstöðurnar eru en og aftur jákvæðar en sérstaklega er horft til rannsóknarhópsins sem nú er í 3. bekk. 91% nemenda í 3. bekk teljast læsir skv. niðurstöðum mælitækisins LÆS III eins og segir í færslu bæjarstjórans á fb. Enginn marktækur munur er á kynjum sem er frábær árangur! Hér er ein tillagan frá Flokki fólksins um að innleiða Kveikjum neistann, lögð fram 2023: Flokkur fólksins leggur til að skólayfirvöld boði til fundar með skólasamfélaginu í Reykjavík til að ræða þróunarverkefnið Kveikjum Neistann og hvort áhugi sé á að innleiða það í einhverja skóla Reykjavíkur t.d. í tilraunaskyni. Jafnframt er lagt til að forsvarsmönnum verkefnisins verði boðið á fundinn til að kynna verkefnið og þróun þess. Til þessa hefur enginn grunnskóli í Reykjavík haft samband við skrifstofu skóla- og frístundasvið og lýst yfir áhuga á verkefninu Kveikjum neistann sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið þátt í ásamt Rannsóknasetri um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands. Þetta kom fram í svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hversu margir grunnskólar í Reykjavík hafi sýnt verkefninu áhuga og haft samband við skóla- og frístundasvið vegna þess. Draga má þá ályktun af þessu að skólar í Reykjavík þekki ekki verkefnið og væri því vert að halda kynningarfund fyrir kennara og skólastjórnendur þar sem forsvarsmenn Kveikjum Neistans gætu kynnt verkefnið, þróun þess og svara spurningum. Börn af erlendu bergi brotin Ef horft er til barna sem eru af erlendu bergi brotin þá er staðan sú að 92.5% barna og unglinga eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu þeirra. Þessum börnum þarf að hjálpa strax að læra málið, í þeim er gríðarlegur mannauður. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þau þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Gera má ráð fyrir að það séu um það bil 2-4% barna sem glíma við lesvanda af lífeðlisfræðilegum orsökum sem t.d. tengjast sjónskyni. Líðan Þegar líðan er skoðuð hjá börnunum greindist marktækur munur milli þeirra barna sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk 2021 til 2021 og þeim sem voru í 1. bekk árinu áður en verkefnið fór af stað. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikið áhrifabreyta á líðan og sjálfstraust barnsins. Að upplifa árangur og færni sína aukist er beintengt betri líðan og að líða vel í eigin skinni. Það góða við Kveikjum neistann er að aðferðarfræðin eflir áhugahvöt, hún er mild og uppbyggileg. Ég sé Kveikjum neistann vera gott verkefni sem er líklegt að skili árangri. Þess vegna vil ég kveikja þennan neista í Reykjavík. Miðja máls og læsis er að gera góða hluti en árangur þar er ekki eins og góður og í Vestmannaeyjum. Hægt er að gera betur? Fram til þessa hefur meirihlutinn, hvorki þessi né sá síðasti, ekki viljað ljá þessu ágæta verkefni eyra. Embættismenn skóla- og frístundasviðs ekki heldur. Við verðum að hjálpast að að kveikja áhuga meirihlutans í Reykjavík og skóla- og frístundasviðs á verkefninu Kveikjum neistann. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug. Verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur verið í gangi í þrjú ár. Niðurstöðurnar eru en og aftur jákvæðar en sérstaklega er horft til rannsóknarhópsins sem nú er í 3. bekk. 91% nemenda í 3. bekk teljast læsir skv. niðurstöðum mælitækisins LÆS III eins og segir í færslu bæjarstjórans á fb. Enginn marktækur munur er á kynjum sem er frábær árangur! Hér er ein tillagan frá Flokki fólksins um að innleiða Kveikjum neistann, lögð fram 2023: Flokkur fólksins leggur til að skólayfirvöld boði til fundar með skólasamfélaginu í Reykjavík til að ræða þróunarverkefnið Kveikjum Neistann og hvort áhugi sé á að innleiða það í einhverja skóla Reykjavíkur t.d. í tilraunaskyni. Jafnframt er lagt til að forsvarsmönnum verkefnisins verði boðið á fundinn til að kynna verkefnið og þróun þess. Til þessa hefur enginn grunnskóli í Reykjavík haft samband við skrifstofu skóla- og frístundasvið og lýst yfir áhuga á verkefninu Kveikjum neistann sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið þátt í ásamt Rannsóknasetri um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands. Þetta kom fram í svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hversu margir grunnskólar í Reykjavík hafi sýnt verkefninu áhuga og haft samband við skóla- og frístundasvið vegna þess. Draga má þá ályktun af þessu að skólar í Reykjavík þekki ekki verkefnið og væri því vert að halda kynningarfund fyrir kennara og skólastjórnendur þar sem forsvarsmenn Kveikjum Neistans gætu kynnt verkefnið, þróun þess og svara spurningum. Börn af erlendu bergi brotin Ef horft er til barna sem eru af erlendu bergi brotin þá er staðan sú að 92.5% barna og unglinga eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu þeirra. Þessum börnum þarf að hjálpa strax að læra málið, í þeim er gríðarlegur mannauður. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þau þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Gera má ráð fyrir að það séu um það bil 2-4% barna sem glíma við lesvanda af lífeðlisfræðilegum orsökum sem t.d. tengjast sjónskyni. Líðan Þegar líðan er skoðuð hjá börnunum greindist marktækur munur milli þeirra barna sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk 2021 til 2021 og þeim sem voru í 1. bekk árinu áður en verkefnið fór af stað. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikið áhrifabreyta á líðan og sjálfstraust barnsins. Að upplifa árangur og færni sína aukist er beintengt betri líðan og að líða vel í eigin skinni. Það góða við Kveikjum neistann er að aðferðarfræðin eflir áhugahvöt, hún er mild og uppbyggileg. Ég sé Kveikjum neistann vera gott verkefni sem er líklegt að skili árangri. Þess vegna vil ég kveikja þennan neista í Reykjavík. Miðja máls og læsis er að gera góða hluti en árangur þar er ekki eins og góður og í Vestmannaeyjum. Hægt er að gera betur? Fram til þessa hefur meirihlutinn, hvorki þessi né sá síðasti, ekki viljað ljá þessu ágæta verkefni eyra. Embættismenn skóla- og frístundasviðs ekki heldur. Við verðum að hjálpast að að kveikja áhuga meirihlutans í Reykjavík og skóla- og frístundasviðs á verkefninu Kveikjum neistann. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun