Spyr hvort Íslendingar megi einir nauðga á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 12:05 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Vísir/Vilhelm „Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni?“ Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira