Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 13:43 Jón Einar og Eva Georgs sjónvarpsstjóri. Í dómi í héraðsdómi Reykjavíkur var Jón fundinn sekur um að veita ótilgreindum fjölda aðgang að læstri sjónvarpsdagskrá. Er bótakrafa Stöðvar 2 á hendur Jóni viðurkennd í dómsorði. vísir Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. Bergþóra Ingólfsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp dóminn en Jón Einar var að auki dæmdur til að greiða eina milljón króna í málskostnað. Er oft talað um sjónræningjastarfsemi þegar starfsemi á borð við þá sem Jón Einar var dæmdur sekur um er til umræðu. Það var Stöð 2 sem höfðaði mál á hendur Jóni Einari. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir í tilkynningu að í ljósi þess að lögregluyfirvöld og ákæruvald hafa ekki sinnt því lögbundnu hlutverki sínu í þessum málaflokki að rannsaka og gefa út ákærur þegar mál eru líkleg til sakfellingar hafi Stöð 2 ekki séð sér annan kost en höfða einkarefsimál á hendur Jóni Einari. Dæmi um auglýsingu frá Jóni Einari sem hann birti á Facebook. Þarna lofar hann aðgangi að öllu heila klabbinu fyrir tvö þúsund krónur á mánuði, og erfitt sé að keppa við slíkt verð. Héraðsdómur taldi sannað að Jón Einar hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að selja streymisveitu með aðgangi að um 14.800 sjónvarpsstöðvum, þ.m.t. öllum íslenskum sjónvarpsstöðvum, án heimildar rétthafa og gegn óverulegu gjaldi. „Þar með hefði hann með ólögmætum og saknæmum hætti brotið gegn rétti Stöðvar 2 samkvæmt höfundalögum,“ segir Eva. Jón Einar telur sig vera að hjálpa gömlu fólki á Spáni Vísir ræddi við Jón Einar fyrir ári, í tilefni af stefnunni og taldi hann þetta þá harkalega stefnu en hann hugðist láta lögmann sinn um málið. Hann hafnaði því algjörlega að hafa makað krókinn á þessari starfsemi og helst á honum að skilja að hann væri að hjálpa íslenskum pensjónistum að halda sambandi við ættland og móðurmál sitt með starfsemi sinni. „Ég hef verið að hjálpa fólki á Spáni með íslenska sjónvarpið, aðallega með RÚV og erlendar stöðvar. Þetta er bagalegt fyrir gamla fólkið á Spáni, það fær ekki aðgang að íslenska sjónvarpinu. Ég er bara milligöngumaður í þessu hér. Það eru svo margir í þessu á Spáni sem eru að bjóða þessa þjónustu.“ Jón Einar taldi stefnuna ekki gefa rétta mynd af því sem hann væri að gera en héraðsdómur er ekki sammála því. Jón Einar, sem nýtur lífsins á Spáni, fæst við fasteignaviðskipti þar og hefur haft þetta sem aukabúgrein, að selja fólki aðgang að læstum sjónvarpsstöðvum. Hann kaupi búnað og áframseli hann, setji upp búnaðinn fyrir gamla fólkið og rukki vitanlega fyrir sína vinnu. Boða til ráðstefnu á haustmánuðum Í tilkynningu frá Stöðvar 2 kemur hins vegar fram að þetta sé hins vegar litið grafalvarlegum augum. „Málshöfðunin er liður í stefnumörkun Sýnar og Stöðvar2 að verjast með öllum tiltækum ráðum ólöglegri sjóræningjastarfsemi á höfundaréttarvörðu efni,“ segir í tilkynningunni. Eva Georgs Ásudóttir sjónvarpsstjóri. Á haustmánuðum ætlar Stöð 2 að boða til sérstakrar ráðstefnu þar sem sjóræningjastarfsemi, á borð við þá sem dæmt var fyrir í héraði í dag, verður til umfjöllunar. Og er ekki vanþörf á. vísir/eyþór Hefur félagið nýverið gengið til liðs við Nordic Content Protection (NCP), sem eru norræn félagasamtök sjónvarpsiðnaðarins á Norðurlöndum. Þjónusta NCP nær yfir tæknilega ráðgjöf, rannsókn sakamála, samvinnu við lögreglu, bótauppgjör og skýrslugjöf fyrir dómi. „Er ekki vanþörf á. Samkvæmt nýlegri könnun, sem félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) lét gera, nota yfir 30% íslenskra heimila ólöglegar streymisveitur. Mest notkunin á sér stað í aldurshópnum 15-29 ára þar sem 59% nota ólöglega sjónvarpsþjónustu.“ Þá boðar Stöð 2 til ráðstefnu á haustmánuðum þar sem þetta vandamál verður tekið sérstaklega fyrir. „Enda virðist þurfa vitundarvakningu um alvarleika þjófnaðar á höfundaréttarvörðu sjónvarpsefni, sem oft á tíðum tengist peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi.“ Athugasemd: Fyrirvari um hagsmunatengsl. Vísir og Stöð 2 eru systkinamiðlar og lúta sama eignarhaldi. Dómsmál Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bergþóra Ingólfsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp dóminn en Jón Einar var að auki dæmdur til að greiða eina milljón króna í málskostnað. Er oft talað um sjónræningjastarfsemi þegar starfsemi á borð við þá sem Jón Einar var dæmdur sekur um er til umræðu. Það var Stöð 2 sem höfðaði mál á hendur Jóni Einari. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir í tilkynningu að í ljósi þess að lögregluyfirvöld og ákæruvald hafa ekki sinnt því lögbundnu hlutverki sínu í þessum málaflokki að rannsaka og gefa út ákærur þegar mál eru líkleg til sakfellingar hafi Stöð 2 ekki séð sér annan kost en höfða einkarefsimál á hendur Jóni Einari. Dæmi um auglýsingu frá Jóni Einari sem hann birti á Facebook. Þarna lofar hann aðgangi að öllu heila klabbinu fyrir tvö þúsund krónur á mánuði, og erfitt sé að keppa við slíkt verð. Héraðsdómur taldi sannað að Jón Einar hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að selja streymisveitu með aðgangi að um 14.800 sjónvarpsstöðvum, þ.m.t. öllum íslenskum sjónvarpsstöðvum, án heimildar rétthafa og gegn óverulegu gjaldi. „Þar með hefði hann með ólögmætum og saknæmum hætti brotið gegn rétti Stöðvar 2 samkvæmt höfundalögum,“ segir Eva. Jón Einar telur sig vera að hjálpa gömlu fólki á Spáni Vísir ræddi við Jón Einar fyrir ári, í tilefni af stefnunni og taldi hann þetta þá harkalega stefnu en hann hugðist láta lögmann sinn um málið. Hann hafnaði því algjörlega að hafa makað krókinn á þessari starfsemi og helst á honum að skilja að hann væri að hjálpa íslenskum pensjónistum að halda sambandi við ættland og móðurmál sitt með starfsemi sinni. „Ég hef verið að hjálpa fólki á Spáni með íslenska sjónvarpið, aðallega með RÚV og erlendar stöðvar. Þetta er bagalegt fyrir gamla fólkið á Spáni, það fær ekki aðgang að íslenska sjónvarpinu. Ég er bara milligöngumaður í þessu hér. Það eru svo margir í þessu á Spáni sem eru að bjóða þessa þjónustu.“ Jón Einar taldi stefnuna ekki gefa rétta mynd af því sem hann væri að gera en héraðsdómur er ekki sammála því. Jón Einar, sem nýtur lífsins á Spáni, fæst við fasteignaviðskipti þar og hefur haft þetta sem aukabúgrein, að selja fólki aðgang að læstum sjónvarpsstöðvum. Hann kaupi búnað og áframseli hann, setji upp búnaðinn fyrir gamla fólkið og rukki vitanlega fyrir sína vinnu. Boða til ráðstefnu á haustmánuðum Í tilkynningu frá Stöðvar 2 kemur hins vegar fram að þetta sé hins vegar litið grafalvarlegum augum. „Málshöfðunin er liður í stefnumörkun Sýnar og Stöðvar2 að verjast með öllum tiltækum ráðum ólöglegri sjóræningjastarfsemi á höfundaréttarvörðu efni,“ segir í tilkynningunni. Eva Georgs Ásudóttir sjónvarpsstjóri. Á haustmánuðum ætlar Stöð 2 að boða til sérstakrar ráðstefnu þar sem sjóræningjastarfsemi, á borð við þá sem dæmt var fyrir í héraði í dag, verður til umfjöllunar. Og er ekki vanþörf á. vísir/eyþór Hefur félagið nýverið gengið til liðs við Nordic Content Protection (NCP), sem eru norræn félagasamtök sjónvarpsiðnaðarins á Norðurlöndum. Þjónusta NCP nær yfir tæknilega ráðgjöf, rannsókn sakamála, samvinnu við lögreglu, bótauppgjör og skýrslugjöf fyrir dómi. „Er ekki vanþörf á. Samkvæmt nýlegri könnun, sem félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) lét gera, nota yfir 30% íslenskra heimila ólöglegar streymisveitur. Mest notkunin á sér stað í aldurshópnum 15-29 ára þar sem 59% nota ólöglega sjónvarpsþjónustu.“ Þá boðar Stöð 2 til ráðstefnu á haustmánuðum þar sem þetta vandamál verður tekið sérstaklega fyrir. „Enda virðist þurfa vitundarvakningu um alvarleika þjófnaðar á höfundaréttarvörðu sjónvarpsefni, sem oft á tíðum tengist peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi.“ Athugasemd: Fyrirvari um hagsmunatengsl. Vísir og Stöð 2 eru systkinamiðlar og lúta sama eignarhaldi.
Dómsmál Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira