„Appelsínugula hjartað mitt brotnaði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 15:00 Wiegman sat fyrir svörum í morgun. Getty Karina Wiegman, hollenskur þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, var á báðum áttum eftir sigur Englands á Hollandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gær. Wiegman sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun en lið hennar, England, á fyrir höndum leik við Írland í undankeppni EM 2025 annað kvöld. Hún hafði látið hafa eftir sér í aðdraganda leiks gærkvöldsins að hún myndi gleðjast sama hvernig færi milli Englands og heimaþjóðarinnar Hollands. Það var aðeins annað hljóð í Wiegman á fundinum í dag. „Viltu pólitíska svarið?“ spurði Wiegman létt þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar þegar Ollie Watkins skoraði sigurmark Englands á 90. mínútu í gær. Sarina Wiegman’s “orange heart hurt” 🧡#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/kkCWhORgaU— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 „Ef ég er alveg hreinskilin, þá óska ég Gareth (Southgate) og liðinu alls hins besta. Ég þekki svo margt fólk í kringum liðið, sem eru auðvitað samstarfsfólk mitt,“ „En þetta var dálítið sárt. Appelsínugula hjartað mitt brotnaði,“ sagði Wiegman á fundi í dag og vísaði þar í appelsínugulan einkennislit hollenska liðsins. Karlalandslið Englands mætir Spáni í úrslitum Evrópumótsins í Berlín á sunnudagskvöldið. Kvennalandsliðið mætir Írlandi í fimmta leik undankeppninnar fyrir EM á næsta ári annað kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir England en liðið er með sjö stig í þriðja sæti riðilsins, jafnt Svíþjóð að stigum, sem er sæti ofar og tveimur á eftir Frökkum sem leiða með níu stig. Aðeins tvö þessara þriggja liða fara á EM. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Wiegman sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun en lið hennar, England, á fyrir höndum leik við Írland í undankeppni EM 2025 annað kvöld. Hún hafði látið hafa eftir sér í aðdraganda leiks gærkvöldsins að hún myndi gleðjast sama hvernig færi milli Englands og heimaþjóðarinnar Hollands. Það var aðeins annað hljóð í Wiegman á fundinum í dag. „Viltu pólitíska svarið?“ spurði Wiegman létt þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar þegar Ollie Watkins skoraði sigurmark Englands á 90. mínútu í gær. Sarina Wiegman’s “orange heart hurt” 🧡#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/kkCWhORgaU— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 „Ef ég er alveg hreinskilin, þá óska ég Gareth (Southgate) og liðinu alls hins besta. Ég þekki svo margt fólk í kringum liðið, sem eru auðvitað samstarfsfólk mitt,“ „En þetta var dálítið sárt. Appelsínugula hjartað mitt brotnaði,“ sagði Wiegman á fundi í dag og vísaði þar í appelsínugulan einkennislit hollenska liðsins. Karlalandslið Englands mætir Spáni í úrslitum Evrópumótsins í Berlín á sunnudagskvöldið. Kvennalandsliðið mætir Írlandi í fimmta leik undankeppninnar fyrir EM á næsta ári annað kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir England en liðið er með sjö stig í þriðja sæti riðilsins, jafnt Svíþjóð að stigum, sem er sæti ofar og tveimur á eftir Frökkum sem leiða með níu stig. Aðeins tvö þessara þriggja liða fara á EM.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira