Óttast vaxandi atvinnuleysi á næstu misserum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 14:48 Hagfræðingur hjá ASÍ óttast að atvinnuleysi muni fara vaxandi á næstu misserum. Vísir/Egill Atvinnuleysi í júní mælist ívið meira en í fyrra, en skráð atvinnuleysi var 3,1% á landsvísu. Hagfræðingur ASÍ óttast að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni í ljósi horfa í efnahagslífinu. Meðal annars sé hátt vaxtastig farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og því sé ekki ólíklegt að minni umsvif hafi áhrif á atvinnustigið. Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Sjá meira
Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Sjá meira