Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2024 07:31 Það er illgreinanlegt hvor helmingur myndarinnar er í svarthvítu. Bílaröðin er enda öll grá og endurspeglar litasamsetningu íslenska bílaflotans ágætlega. Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“ Bílar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“
Bílar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira