Lúsmý verði bráðlega komið um allt land Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:02 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að sumir sem bitnir hafi verið mest séu að finna minna fyrir bitinu. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum. Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn. Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn.
Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira