Arnar: Maður fær ekki allt sem maður á skilið Árni Jóhannsson skrifar 11. júlí 2024 21:45 Arnar Grétarsson fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia. Vísir / Anton Brink Valur náði í jafntefli gegn Vllaznia í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leiknum lauk 2-2 en Ólafur Karl Finsen jafnaði metin þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Arnar Grétarsson var svekktur en þó þokkalega sáttur að fara ekki út með tap á bakinu. „Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“ Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
„Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“
Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00