Liverpool vill fá fund um stúkuslagsmál Darwin Núnez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 08:30 Darwin Núnez missti algjörlega stjórn á sér og það gæti kostað hann langt bann. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool vilja fá vita alla söguna á bak við það þegar framherji liðsins Darwin Núnez hoppaði upp í stúku og slóst við áhorfendur eftir tap Úrúgvæ í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Liverpool hafi kallað eftir fundi með bæði Núnez og forráðamönnum úrúgvæska knattspyrnusambandsins. Source: Liverpool seek Núñez talks over fan fightsLiverpool will hold talks with Darwin Núñez and the Uruguayan Football Federation, a source has told ESPN, to better understand what happened after Wednesday's Copa América semifinal.https://t.co/mSFX2o8bhL— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 11, 2024 Núnez á von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku sem hefur tekið málið inn á sitt borð. Eftir þann úrskurð gæti Alþjóða knattspyrnusambandið blandað sér í málið og dæmt hann mögulega einnig í bann með félagsliði sínu. Úrúgvæ tapaði 1-0 á móti Kólumbíu. Eftir leikinn sást Núnez klifra upp í stúkuna þar sem hann slóst síðan við stuðningsmenn kólumbíska liðsins. Myndir og myndbönd náðust af atvikinu og það er ljóst að Núnez er ekki að koma vel út þar. Hann gæti því átt yfir höfði sér langt bann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Úrúgvæska blaðið El Pais segir frá því að í þessum hluta stúkunnar hafi verið fjölskyldur og vinir landsliðsmanna Úrúgvæ. Hans vörn er því eflaust sú að hann hafi verið að passa upp á fjölskyldumeðlimi sína. Eftir atvikið var Núnez kominn með ungan son sinn í fangið. Liverpool ætlar að finna rétta tímann til að hafa samband við leikmanninn og athuga stöðuna á honum og hans fjölskyldu. Auk þess munu forráðamenn Liverpool sækja sér upplýsingar um hvað gerðist í raun og veru. Núnez ætti að vera á leiðinni í langþráð sumarfrí en Liverpool er á leiðinni í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna. Núnez átti að missa af þeirri ferð þar sem að hann þarf sitt sumarfrí eftir að löngu tímabili var að ljúka. Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 17. ágúst á móti nýliðum Ipswich Town. Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Liverpool hafi kallað eftir fundi með bæði Núnez og forráðamönnum úrúgvæska knattspyrnusambandsins. Source: Liverpool seek Núñez talks over fan fightsLiverpool will hold talks with Darwin Núñez and the Uruguayan Football Federation, a source has told ESPN, to better understand what happened after Wednesday's Copa América semifinal.https://t.co/mSFX2o8bhL— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 11, 2024 Núnez á von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku sem hefur tekið málið inn á sitt borð. Eftir þann úrskurð gæti Alþjóða knattspyrnusambandið blandað sér í málið og dæmt hann mögulega einnig í bann með félagsliði sínu. Úrúgvæ tapaði 1-0 á móti Kólumbíu. Eftir leikinn sást Núnez klifra upp í stúkuna þar sem hann slóst síðan við stuðningsmenn kólumbíska liðsins. Myndir og myndbönd náðust af atvikinu og það er ljóst að Núnez er ekki að koma vel út þar. Hann gæti því átt yfir höfði sér langt bann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Úrúgvæska blaðið El Pais segir frá því að í þessum hluta stúkunnar hafi verið fjölskyldur og vinir landsliðsmanna Úrúgvæ. Hans vörn er því eflaust sú að hann hafi verið að passa upp á fjölskyldumeðlimi sína. Eftir atvikið var Núnez kominn með ungan son sinn í fangið. Liverpool ætlar að finna rétta tímann til að hafa samband við leikmanninn og athuga stöðuna á honum og hans fjölskyldu. Auk þess munu forráðamenn Liverpool sækja sér upplýsingar um hvað gerðist í raun og veru. Núnez ætti að vera á leiðinni í langþráð sumarfrí en Liverpool er á leiðinni í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna. Núnez átti að missa af þeirri ferð þar sem að hann þarf sitt sumarfrí eftir að löngu tímabili var að ljúka. Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 17. ágúst á móti nýliðum Ipswich Town.
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira