Viðar „Enski“ Skjóldal látinn Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 10:41 Viðar „Enski“ Skjóldal andaðist í svefni að heimili sínu á Spáni. Hann var einstakur maður og eftirminnilegur. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið. Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur. Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur.
Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira