Sviss sigraði Eurovision í ár með laginu The Code og borgaryfirvöld í Zurich, Genf, Basel og Bern hafa þegar lýst yfir áhuga á að hýsa keppnina.
Leiðtogar EDU segja tónlistarhátíðina hins vegar ekkert annað en áróður, þar sem satanisma sé haldið á lofti. Mögulega er þarna verið að vísa óbeint til atriðis Írlands á þessu ári, þar sem djöful-líkur dansari fór mikinn og fimmstirning brá fyrir.
„Ríki sem velur að hýsa ógeðslegt rusl af því tagi mun ekki hefja ímynd sína til vegs og virðingar heldur sýna fram á eigin vitsmunalegu hningnum,“ segir í færslu sem birtist á samfélagsmiðlum EDU í vikunni.
EDU á aðeins einn þingmann á sambandsþinginu en hugmyndir þeirra um íbúakosningar til höfuðs Eurovion njóta stuðnings Fólksflokksins í sumum kantónum og Sambands svissneskra skattgreiðenda.
Ungliðahreyfing Fólksflokksins hefur gagnrýnt upphafningu „þriðja kynsins“ og gyðingaandúð í tengslum við keppnina en þess ber að geta að Nemo, listamaðurinn sem flutti sigurlag Sviss, var fyrsti kynsegin einstaklingurinn til að vinna Eurovision.
Vali milli borganna verður lokið fyrir ágústlok.