Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 15:51 Sigurður G. Guðjónsson við störf. Hann minnir á að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði hafi tryggt lögaðilum innan sambandsins frelsi til að eiga í viðskiptum við Íslendinga. Vísir/Vilhelm Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé. Fjárhættuspil Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé.
Fjárhættuspil Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira