Innlent

Starfs­maður verslunar réðst á „þjóf“ sem reyndist sak­laus

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Dagurinn var nokkuð rólegur á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 
Dagurinn var nokkuð rólegur á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.  Vísir/Vilhelm

Starfsmaður matvöruverslunar á höfuðborgarsvæðinu var handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að til átaka kom milli hans og meints þjófs, sem reyndist síðan saklaus. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis. Þar segir að starfsmaður verslunarinnar hafi farið langt fram úr því sem telst til eðlilegra aðgerða til að hindra för þjófs. 

Hinn meinti þjófur hafi síðan ekki verið með neinar vörur á sér. Starfsmaðurinn var sem fyrr segir handtekinn grunaður um líkamsárás og er málið í rannsókn hjá lögreglu. 

Þá var tilkynnt um afbrigðilega hegðun í miðborginni þegar aðili sparkaði í unglingsstelpu, að svo virðist upp úr þurru. Þegar lögregla bar að garði var maðurinn farinn og þrátt fyrir leit í miðborginni fannst hann ekki. 

Stelpan er ekki talin vera með alvarlega áverka eftir atvikið og gekk hún sína leið ásamt fjölskyldu eftir samtal við lögreglu.

Lögregla stöðvaði sex ökumenn í dag grunaða um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tilkynnt var um innbrot í heimahús, málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×