„Ekki vera þessi heimski náungi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 07:01 Mikil stemmning er í kringum Frakklandshjólreiðarnar á hverju ári. Vísir/Getty Ansi sérstakt atvik átti sér stað í Tour de France hjólreiðakeppninni í dag þegar áhorfandi hljóp inn á brautina og truflaði forystusauð keppninnar á nokkuð frumlegan hátt. Frakklandshjólreiðarnar eru stærsti viðburður ársins í hjólaheiminum á ári hverju en keppnin fór fyrst fram árið 1903. Hjólaleiðin breytist örlítið á milli ára en á hverju ári er meðal annars hjólað í Alpafjöllunum og Pýreneafjöllunum. Mótið í ár er í fullum gangi og í dag hjóluðu keppendur frá Pau til Saint-Lary í Frakklandi en ótrúlegt atvik átti sér stað á sérleið dagsins. Hinn 25 ára gamli Tadej Pogacar frá Slóveníu átti tvo kílómetra eftir á þessari fjórtándu sérleið og var á fullri ferð í brautinni með áhorfendur allt í kring. Skyndilega hljóp einn áhorfandanna inn á brautina og tæmdi úr snakkpoka framan í Pogacar sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. 😡 In a world where you can be anything, don't be this stupid guy.😡 Dans un monde où vous pouvez être qui vous voulez, ne soyez pas cet idiot. pic.twitter.com/oLTkNsXlNK— Tour de France™ (@LeTour) July 13, 2024 „Í veröld þar sem þú getur verið hvað sem er, ekki vera þessi heimski náungi,“ var skrifað á opinberan X-aðgang Frakklandshjólreiðanna. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og fékk áhorfandinn mikla gagnrýni fyrir uppátækið. Pogacar fór með sigur af hólmi á sérleiðinni með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir atvikið. Pogacar hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Frakklandshjólreiðunum og er á höttunum á eftir sínum þriðja sigri. Hann er með 39 sekúndna forystu í keppninni en henni lýkur í Nice þann 21. júlí. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar eru stærsti viðburður ársins í hjólaheiminum á ári hverju en keppnin fór fyrst fram árið 1903. Hjólaleiðin breytist örlítið á milli ára en á hverju ári er meðal annars hjólað í Alpafjöllunum og Pýreneafjöllunum. Mótið í ár er í fullum gangi og í dag hjóluðu keppendur frá Pau til Saint-Lary í Frakklandi en ótrúlegt atvik átti sér stað á sérleið dagsins. Hinn 25 ára gamli Tadej Pogacar frá Slóveníu átti tvo kílómetra eftir á þessari fjórtándu sérleið og var á fullri ferð í brautinni með áhorfendur allt í kring. Skyndilega hljóp einn áhorfandanna inn á brautina og tæmdi úr snakkpoka framan í Pogacar sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. 😡 In a world where you can be anything, don't be this stupid guy.😡 Dans un monde où vous pouvez être qui vous voulez, ne soyez pas cet idiot. pic.twitter.com/oLTkNsXlNK— Tour de France™ (@LeTour) July 13, 2024 „Í veröld þar sem þú getur verið hvað sem er, ekki vera þessi heimski náungi,“ var skrifað á opinberan X-aðgang Frakklandshjólreiðanna. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og fékk áhorfandinn mikla gagnrýni fyrir uppátækið. Pogacar fór með sigur af hólmi á sérleiðinni með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir atvikið. Pogacar hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Frakklandshjólreiðunum og er á höttunum á eftir sínum þriðja sigri. Hann er með 39 sekúndna forystu í keppninni en henni lýkur í Nice þann 21. júlí.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira