Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júlí 2024 22:23 Árásin er rannsökuð sem morðtilraun. Áhorfandi á fundinum lést í árásinni og byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. AP Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. Í frétt AP, sem heldur uppi ítarlegri fréttavakt um málið, segir að á myndbandsupptöku sjáist Trump snöggbeygja sig meðan hann er að flytja ræðu. Vopnaðir öryggisverðir umkringja hann um leið. AP segir frá því að einn þátttakandi í kosningafundinum hafi látið lífið í árásinni og að byssumaðurinn sé látinn. Miðillinn hefur þetta eftir ótilgreindum héraðslögmanni Butler County District. Þetta herma heimildir ABC News líka. Einn alvarlega slasaður Í samtali við CNN segir Richard Goldinger héraðslögmaður Butler County District að annar þátttakandi á kosningafundinum hefi verið fluttur á sjúkrahús alvarlega særður eftir árásina. Þá gaf Goldinger þær upplýsingar að byssumaðurinn hafi verið fyrir utan fundinn þegar árásin var gerð. Fréttamaður ABC News á vettvangi sagði að vopnaleit hafi verið gerð á öllum þátttakendum áður en þeim var hleypt inn. AP hefur eftir embættismönnum að lögregluyfirvöld rannsaki málið sem tilraun til manndráps. Árásin hafi verið tilraun til að ráða Trump af dögum. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir atvikið. Trump gaf út yfirlýsingu skömmu eftir atvikið þar sem hann sagðist vera í lagi.AP Innflytjendamál til umræðu þegar skotunum var hleypt af Meðan Trump beygir sig niður heyrast í myndbandinu háir hvellir. Þá sést hann standa upp á ný og reka hnefann í loftið. Loks er hann leiddur af sviðinu og færður inn í bíl sem ekur á brott. Sjá má blóð á eyra hans meðan hann er leiddur inn í bílinn. Í frétt AP segir að Trump hafi verið að sýna tölfræði tengda innflytjendum þegar háir hvellir fóru að heyrast í þvögunni. Hann hafi skyndilega beygt sig niður og þá hafi hópur öryggisvarða hópað sig í kringum hann. Shooting just happened at The Trump rally pic.twitter.com/Xs1dVL1H3T— Acyn (@Acyn) July 13, 2024 Í yfirlýsingu sem miðillinn hefur undir höndum segir að Trump sé „í lagi“ og að hann sé kominn á sjúkrahús til aðhlynningar. Donald Trump Jr., syni Donald Trump, sagði föður sinn „í góðu skapi“ í yfirlýsingu rúmum tveimur tímum eftir atvikið. „Hann mun aldrei hætta að berjast til að bjarga Ameríku, sama hverju róttæka vinstrið reynir að kasta í hann,“ segir í yfirlýsingu frá honum. Viðstaddir lögðust í jörðina þegar skotunum var hleypt af.AP Einhver verið skotinn David McCormick, frambjóðandi Repúblikana í öldungaráð, segir í samtali við Politico að hann hafi setið í fremstu röðinni og að einhver sem hafi setið bak við hann virðist hafa verið skotinn. „Skyndilega var skotum hleypt af, einhver sem var fyrir aftan mig virðist hafa verið skotinn,“ segir McCormick. „Það kom mikið blóð, og svo var öryggisgæslan búin að umkringja Trump,“ bætir hann við. Trump rak hnefann í loftið meðan hann var færður út af sviðinu. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir atvikið og sendir mótframbjóðanda sínum batakveðjur. Þá segir hann heppilegt að ekki fór verr. Batakveðjum hefur rignt yfir forsetaframbjóðandann úr báðum fylkingum frambjóðenda. Josh Shapiro ríkisstjóri Pennsylvaníu fordæmir atvikið. AP hefur eftir honum að ofbeldi beint að stjórnmálamönnum- eða flokkum sé algjörlega óásættanlegt. Leyniþjónustumenn huldu Trump.AP Demókratarnir Chuck Schumer, Chris Murphy og Hakeem Jeffries hafa allir gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir ýmist fordæma atvikið, senda honum batakveðju eða þakka viðbragðsaðilum fyrir snöggt viðbragð. Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur að auki gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Það er alls ekkert pláss fyrir pólitískt ofbeldi í lýðræðisríkinu okkar. [...]. Við ættum öll að vera fegin að Trump fyrrverandi forseti hafi ekki slasast alvarlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Obama. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Í frétt AP, sem heldur uppi ítarlegri fréttavakt um málið, segir að á myndbandsupptöku sjáist Trump snöggbeygja sig meðan hann er að flytja ræðu. Vopnaðir öryggisverðir umkringja hann um leið. AP segir frá því að einn þátttakandi í kosningafundinum hafi látið lífið í árásinni og að byssumaðurinn sé látinn. Miðillinn hefur þetta eftir ótilgreindum héraðslögmanni Butler County District. Þetta herma heimildir ABC News líka. Einn alvarlega slasaður Í samtali við CNN segir Richard Goldinger héraðslögmaður Butler County District að annar þátttakandi á kosningafundinum hefi verið fluttur á sjúkrahús alvarlega særður eftir árásina. Þá gaf Goldinger þær upplýsingar að byssumaðurinn hafi verið fyrir utan fundinn þegar árásin var gerð. Fréttamaður ABC News á vettvangi sagði að vopnaleit hafi verið gerð á öllum þátttakendum áður en þeim var hleypt inn. AP hefur eftir embættismönnum að lögregluyfirvöld rannsaki málið sem tilraun til manndráps. Árásin hafi verið tilraun til að ráða Trump af dögum. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir atvikið. Trump gaf út yfirlýsingu skömmu eftir atvikið þar sem hann sagðist vera í lagi.AP Innflytjendamál til umræðu þegar skotunum var hleypt af Meðan Trump beygir sig niður heyrast í myndbandinu háir hvellir. Þá sést hann standa upp á ný og reka hnefann í loftið. Loks er hann leiddur af sviðinu og færður inn í bíl sem ekur á brott. Sjá má blóð á eyra hans meðan hann er leiddur inn í bílinn. Í frétt AP segir að Trump hafi verið að sýna tölfræði tengda innflytjendum þegar háir hvellir fóru að heyrast í þvögunni. Hann hafi skyndilega beygt sig niður og þá hafi hópur öryggisvarða hópað sig í kringum hann. Shooting just happened at The Trump rally pic.twitter.com/Xs1dVL1H3T— Acyn (@Acyn) July 13, 2024 Í yfirlýsingu sem miðillinn hefur undir höndum segir að Trump sé „í lagi“ og að hann sé kominn á sjúkrahús til aðhlynningar. Donald Trump Jr., syni Donald Trump, sagði föður sinn „í góðu skapi“ í yfirlýsingu rúmum tveimur tímum eftir atvikið. „Hann mun aldrei hætta að berjast til að bjarga Ameríku, sama hverju róttæka vinstrið reynir að kasta í hann,“ segir í yfirlýsingu frá honum. Viðstaddir lögðust í jörðina þegar skotunum var hleypt af.AP Einhver verið skotinn David McCormick, frambjóðandi Repúblikana í öldungaráð, segir í samtali við Politico að hann hafi setið í fremstu röðinni og að einhver sem hafi setið bak við hann virðist hafa verið skotinn. „Skyndilega var skotum hleypt af, einhver sem var fyrir aftan mig virðist hafa verið skotinn,“ segir McCormick. „Það kom mikið blóð, og svo var öryggisgæslan búin að umkringja Trump,“ bætir hann við. Trump rak hnefann í loftið meðan hann var færður út af sviðinu. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir atvikið og sendir mótframbjóðanda sínum batakveðjur. Þá segir hann heppilegt að ekki fór verr. Batakveðjum hefur rignt yfir forsetaframbjóðandann úr báðum fylkingum frambjóðenda. Josh Shapiro ríkisstjóri Pennsylvaníu fordæmir atvikið. AP hefur eftir honum að ofbeldi beint að stjórnmálamönnum- eða flokkum sé algjörlega óásættanlegt. Leyniþjónustumenn huldu Trump.AP Demókratarnir Chuck Schumer, Chris Murphy og Hakeem Jeffries hafa allir gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir ýmist fordæma atvikið, senda honum batakveðju eða þakka viðbragðsaðilum fyrir snöggt viðbragð. Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur að auki gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Það er alls ekkert pláss fyrir pólitískt ofbeldi í lýðræðisríkinu okkar. [...]. Við ættum öll að vera fegin að Trump fyrrverandi forseti hafi ekki slasast alvarlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Obama. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira