Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 07:38 Trump segir að skot hafi hæft sig í eyrað. Getty Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur. Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira