Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2024 12:23 Eyþór Bragi Bragason, umsjónarmaður á Bustarfelli hér með hest og ungan knapa á baki við torfbæinn fallega. Aðsend Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend
Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira