Árásarmaðurinn grunaði hét Thomas Matthew Crooks, en hann er talinn hafa hleypt af um sex eða sjö skotum í átt að Trump. Einn lést og tveir særðust alvarlega. Þá hæfði ein kúlan eyra forsetans fyrrverandi. Síðan skaut skytta bandarísku leyniþjónustunnar Crooks til bana.
Michael Harrigan, sem starfaði í tvo áratugi hjá bandarísku alríkislögreglunni og var sérstakur sérfræðingur hennar í skotvopnamálum, telur miklar likur á að myndin sýni kúlu fara fram hjá Trump.
Í tístinu hér að neðan má sjá umrædda mynd:
A remarkable photo captured by my former White House Press Corps colleague Doug Mills.
— Haraz N. Ghanbari (@HarazGhanbari) July 14, 2024
Zoom in right above President Trump’s shoulder and you’ll see a bullet flying in the air to the right of President Trump’s head following an attempted assassination. pic.twitter.com/FqmLBCytoW
„Í ljósi aðstæðna, ef þetta er ekki leið kúlunnar í loftinu þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið,“ sagði Harrigan við New York Times.
Þrátt fyrir það vill hann meina að líkurnar á að ná ljósmynd sem þessari sé einn á móti milljón.
Fram kemur í umfjöllun New York Times að Mills hafi notast við stafræna myndavél frá Sony, sem getur tekið allt að þrjátíu myndir á sekúndu. Hann hafi tekið myndirnar með mjög hröðum lokunarhraða.