Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það! Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júlí 2024 16:30 Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega ákafasti ESB-, Evru- og Evrópuandstæðingur landsins, og um leið landsins mesti og hollasti stuðningsmaður Boris Johnson og Brexit, notar sem titil hér á Vísi:Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Svona titlar vekja upp spurningar. Hví er hann svona langur og ítarlegur? Á hann kannske að sýna, sanna, að viðkomandi sé einstaklega vel að sér og fróður á sínu sviði? Slá ryki í augu manna með það? Venjulega sýnir það, sem menn segja og skrifa, það bezt, hvaða mann þeir hafa að geyma og hversu fróðir, sannsöglir og heiðarlegir í málflutningi þeir eru. Af hverju titlar Hjörtur J. sig ekki einfaldlega með því, sem hann er í raun að gera, með sínum rétta starfstitli, eða er raunverulegur starfstitill kannske enginn? Eru óhróðursskrif um ESB, Evru og Evrópu það, sem Hjörtur lifir á? Og, ef svo er, hver borgar þá? Á einhverju verður Hjörtur að lifa. Þetta eru í raun mínar eigin hugleiðingar, sem ég þó opinbera hér og set á blað af gefnu tilefni. Hjörtur J. hefur reyndar gefið mér mörg tilefni til að fjalla um hans málflutning um ESB og tengd mál, en akkúrat núna er tilefnið grein hans hér á Vísi, nú í dag, með fyrirsögninni: „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Þar fullyrðir hann, að ný aðildarríki hafi í reynd enga möguleika á að semja um eitt eða neitt við mögulega inngöngu í ESB, annað hvort gangi þau að stöðluðum reglum og skilmálum ESB, eða, að þau geta bara átt sig utan ríkjasambandsins. Hlutasannleikur, hálfsannleikur, í málflutningi er þekkt aðferð til að reyna að sannfæra menn, þó að því sem satt er og rétt, sannleikanum, sé í raun hallað og í heildina sé dregin upp röng mynd; rangfærslum beitt. Skrif Hjartar J. um ESB og tengd mál einkennast fyrir mér nokkuð af þessari aðferðafræði. Hjörtur fullyrðir, að ekki sé hægt að semja við ESB um séróskir eða sérlausnir. Þetta er rangt! Það er hægt að semja um hvoru tveggja. Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessi fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Eilífar úrtölur andstæðinga ESB og rangfærslur um, að ekki sé hægt að semja við ESB um sérlausnir, eru því ógrundaðar og út í hött. Varðandi fiskveiðilögsögu má aftur minna á, að Malta hélt óskoruðum rétti yfir sinni fiskveiðilögsögu við inngöngu, og, þó að fiskveiðar Maltverja séu miklu minni að umfangi, en fiskveiðar okkar Íslendinga, þá er sérlausn Maltverja mikilvæg fyrir okkur, því þessi sérlausn er spurning um prinsip, ekki umfang sérlausnarinnar. Á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009, var ítarlega fjallað um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku Evru. Var um þetta gerð ítarleg skýrsla. Á bls. 14-15 er fjallað um „Samningsmarkmið varðandi aðildarviðræður við ESB“. Eru þar listuð upp þau 7 helztu mál, sem Ísland stefndi á sérlausnir fyrir: Aðlögunartíma fyrir úrvinnsluiðnað landbúnaðarins, nýtingu vatns- og jarðhitaauðlinda, loftslagsmál, vörn íslenzks velferðarkerfis, viðurkenningu á byggðavanda, Norðurslóðalandbúnaður gildi, trygging sögulegra réttinda Íslendinga til veiða innan 200 mílna. Skyldi Hjörtur J., sérfræðingurinn og sagnfræðingurinn mikli, ekkert um þetta vita, eða vill hann fullyrða, að helztu sérfræðingar Sjálfstæðisflokksins í ESB- og Evrópumálum hafi ekkert vitað, hvað þeir voru að segja; fjalla um og stefna á!? Var þetta bara ein loftbóla hjá D? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega ákafasti ESB-, Evru- og Evrópuandstæðingur landsins, og um leið landsins mesti og hollasti stuðningsmaður Boris Johnson og Brexit, notar sem titil hér á Vísi:Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Svona titlar vekja upp spurningar. Hví er hann svona langur og ítarlegur? Á hann kannske að sýna, sanna, að viðkomandi sé einstaklega vel að sér og fróður á sínu sviði? Slá ryki í augu manna með það? Venjulega sýnir það, sem menn segja og skrifa, það bezt, hvaða mann þeir hafa að geyma og hversu fróðir, sannsöglir og heiðarlegir í málflutningi þeir eru. Af hverju titlar Hjörtur J. sig ekki einfaldlega með því, sem hann er í raun að gera, með sínum rétta starfstitli, eða er raunverulegur starfstitill kannske enginn? Eru óhróðursskrif um ESB, Evru og Evrópu það, sem Hjörtur lifir á? Og, ef svo er, hver borgar þá? Á einhverju verður Hjörtur að lifa. Þetta eru í raun mínar eigin hugleiðingar, sem ég þó opinbera hér og set á blað af gefnu tilefni. Hjörtur J. hefur reyndar gefið mér mörg tilefni til að fjalla um hans málflutning um ESB og tengd mál, en akkúrat núna er tilefnið grein hans hér á Vísi, nú í dag, með fyrirsögninni: „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Þar fullyrðir hann, að ný aðildarríki hafi í reynd enga möguleika á að semja um eitt eða neitt við mögulega inngöngu í ESB, annað hvort gangi þau að stöðluðum reglum og skilmálum ESB, eða, að þau geta bara átt sig utan ríkjasambandsins. Hlutasannleikur, hálfsannleikur, í málflutningi er þekkt aðferð til að reyna að sannfæra menn, þó að því sem satt er og rétt, sannleikanum, sé í raun hallað og í heildina sé dregin upp röng mynd; rangfærslum beitt. Skrif Hjartar J. um ESB og tengd mál einkennast fyrir mér nokkuð af þessari aðferðafræði. Hjörtur fullyrðir, að ekki sé hægt að semja við ESB um séróskir eða sérlausnir. Þetta er rangt! Það er hægt að semja um hvoru tveggja. Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessi fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Eilífar úrtölur andstæðinga ESB og rangfærslur um, að ekki sé hægt að semja við ESB um sérlausnir, eru því ógrundaðar og út í hött. Varðandi fiskveiðilögsögu má aftur minna á, að Malta hélt óskoruðum rétti yfir sinni fiskveiðilögsögu við inngöngu, og, þó að fiskveiðar Maltverja séu miklu minni að umfangi, en fiskveiðar okkar Íslendinga, þá er sérlausn Maltverja mikilvæg fyrir okkur, því þessi sérlausn er spurning um prinsip, ekki umfang sérlausnarinnar. Á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009, var ítarlega fjallað um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku Evru. Var um þetta gerð ítarleg skýrsla. Á bls. 14-15 er fjallað um „Samningsmarkmið varðandi aðildarviðræður við ESB“. Eru þar listuð upp þau 7 helztu mál, sem Ísland stefndi á sérlausnir fyrir: Aðlögunartíma fyrir úrvinnsluiðnað landbúnaðarins, nýtingu vatns- og jarðhitaauðlinda, loftslagsmál, vörn íslenzks velferðarkerfis, viðurkenningu á byggðavanda, Norðurslóðalandbúnaður gildi, trygging sögulegra réttinda Íslendinga til veiða innan 200 mílna. Skyldi Hjörtur J., sérfræðingurinn og sagnfræðingurinn mikli, ekkert um þetta vita, eða vill hann fullyrða, að helztu sérfræðingar Sjálfstæðisflokksins í ESB- og Evrópumálum hafi ekkert vitað, hvað þeir voru að segja; fjalla um og stefna á!? Var þetta bara ein loftbóla hjá D? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun