Í mandbandi sem hefur farið víða síðustu daga má sjá Infantino stíga dans með indverska Bollywood-leikaranum Ranveer Singh og krikketleikaranum Hardik Pandya. Þeir félagar voru staddir í brúðkaupi hjá Anant Ambani, syni indverska milljarðamæringsins Mukesh Ambani.
Infantino var þó ekki eini alþjóðlega þekkti einstaklingurinn sem var viðstaddur í brúðkaupsveislunni. Meðal gesta voru áhrifavaldurinn Kim Kardashian, leikarinn og WWE-stjarnan John Cena og Boris Johnsin, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
even FIFA President Gianni Infantino is dancing at Ambani Wedding 😭😭 pic.twitter.com/tQcMwDmLXf
— sohom 🇦🇷 (@AwaaraHoon) July 12, 2024
Infantino hefur undanfarin ár farið í margar heimsóknir til Indlands í tengslum við kynningarviðburði og fundi tengdum fótbolta. Ambani-fjölskyldan er vissulega vel tengd inn í indverska fótboltann, en Nita Ambani, móðir brúðgumans Anant Ambani, stofnaði indversku úrvalsdeildina á sínum tíma.
Forsetinn virðist hafa skemmt sér konunglega í brúðkaupinu, en þó má einnig geta þess að hann var viðstaddur hvorugan úrslitaleik kvöldsins. Infantino var hvergi sjáanlegur á úrslitaleik EM í Þýskalandi eða úrslitaleik Copa America í Bandaríkjunum.
FIFA's representation at this weekend’s big events:
— tariq panja (@tariqpanja) July 14, 2024
Euro 2024 final --Chief of Football Development Arsène Wenger
Copa America final -- Sec Gen Mattias Grafstrom
Wedding of Indian billionaire's son -- President Gianni Infantino pic.twitter.com/YfwM0icvMS