Erlent

Katrínu tekið fagnandi á Wimbledon

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Áhorfendur klöppuðu ákaft þegar Katrín gekk í stúku.
Áhorfendur klöppuðu ákaft þegar Katrín gekk í stúku. epa/Neil Hall

Viðstaddir stóðu á fætur og klöppuðu Katrínu lof í lófa þegar prinsessan mætti á úrslitaviðureign Carlos Alcaraz og Novak Djokovic á Wimbledon í gær.

Katrínu var ákaft fagnað en þetta er í annað sinn sem hún kemur opinberlega fram frá því að hún greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein. Með prinsessunni á Wimbledon voru dóttir hennar Karlotta og systir hennar Pippa.

Katrín er verndari All England Club og hefur afhent sigurvegurum Wimbledon verðlaunagripi mótsins frá 2016. Hún var hins vegar ekki viðstödd úrslitakeppnina í kvennaflokki að þessu sinni.

Prinsessan, 42 ára, greindi frá því í síðasta mánuði að hún gerði ráð fyrir því að lyfjameðferðin sem hún væri í myndi vara einhverja mánuði í viðbót. Hún ætti góða daga og slæma daga.

Karl III Bretakonungur og tengdafarði Katrínar er einnig að glíma við krabbamein en hvorugt þeirra hefur gefið upp um hvernig mein er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×