Of lítið fjármagn til viðhalds hafi kostað mannslíf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 09:03 Bifhjólafólk hefur áhyggjur af tíðum bikblæðingum á vegum landsins. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi. Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“ Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“
Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira