Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2024 11:27 Mynd úr fyrri leik liðanna á Hlíðarenda áður en allt sauð upp úr. Vísir / Anton Brink Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
„Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira