„Búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 23:58 Eiríkur Bergmann ræddi sigurhorfur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir skotárásina á laugardag í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðiprófessor segir fátt hafa getað verið Donald Trump hagfelldara en atburðarásin á kosningafundi hans á laugardag. Hann sé kominn í dauðafæri í baráttunni um forsetaembættið og hann þurfi að geiga verulega til að klúðra því. „Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“ Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
„Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira