Tíu myndarleg einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 21:02 Lífið á Vísi setti saman lista með glæsilegum einbýlishúsum sem eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af tíu einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsileg og kosta skildinginn. Sunnuflöt Við Sunnuflöt 23 í Garðabæ er að finna reisulegt einbýlishús sem var byggt árið 1968. Húsið er 256 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Heimilið er hlýlega innréttað og hafa núverandi eigendur nostrað við húsið á einstakan máta. Ásett verð er 229 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Dyngjuvegur Við Dyngjuveg 2 í Reykjavík er að finna 594 fermetra einbýlishús var byggt árið 1950. Húsið var upphaflega 358 fermetrar að stærð og teiknað af Gísla Halldórssyni. Núverandi eigendur hafa átt húsið frá 2006 og gerðu þau gagngerar endurbætur á húsinu sem stóðu til ársloka 2011 þegar þau fluttu inn. Davíð Pitt arkitekt hannaði viðbyggingu og innréttingar hússins auk þess sem hann aðstoðaði við efnisval. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Dalakur Við Dalakur 3 í Garðabæ er að finna 280 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 2014. Kristján Ragnarsson er arkitekt hússins og kom Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, að hönnun hússins á byggingarstigi eitt og fylgdi því til enda með vali á litum, gólfefni, gardínum og fleira. Í stofunni er stór og stæðilegur gasarinn sem setur svip á rýmið ásamt stórum gólfsíðum gluggum. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Sunnubraut Við Sunnubraut 47 í Kópavogi má finna 196 fermetra einbýlishús á einni hæð. Húsið var byggt árið 1992 og staðsett á glæsilegri 750 fermetra sjávarlóð í lokuðum botnlanga með stórbrotnu útsýni. Ásett verð er 250 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteiganvef Vísis. Núverandi eigandi byggði húsið sjálfur. Haukanes Við Haukanes í Garðabæ er að finna 356,4 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1985 og er töluvert endurnýjað. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni og byggt af Guðbirni Guðjónssyni múrarameistars en súlur og stórir gluggar spila þar stórt hlutverk. Á svölunum er stór innbyggður pottur og aukaíbúð á jarðhæðinni. Ásett verð er 259 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Eigandi hússins er Karl Björgvin Brynjólfsson en hann sló í gegn hér á Vísi þegar hann auglýsti börnin sín á lausu í miðbæ Akureyrar árði 2022. Þrastanes Við Þrastanes 3 í Garðabæ stendur sjarmerandi 392 fermetra einbýlishús. Húsið var byggt árið 1979 og var gert upp að miklu leyti árið 2021 og 2022. Eignin, sem er á þremur hæðum, er búin fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Ásett verð er 320 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Stórakur Við Stórakur 5 stendur reisulegt 386 fermetra einbýlihús á þremur pöllum með mikilli lofthæð. Húsið var byggt árið 2015 og hannað af Ívari Erni Guðmunssyni arkitekt. Timbur og steinflísar eru á veggjum við glæsilega yfirbyggða 65 fermetra suðurverönd til vinstri við inngang, þar sem er vönduð innbyggð grillaðstaða og glæslegur útiarin. Steinflísarnar flæða inn í forstofu hússins og eftir gangi þar sem veggir eru flísalagðir þvert í gegnum húsið, og tengja þannig saman innra og ytra rými. Ásett verð er 450 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Eigendur hússins eru hjónin Hannes Hilmarsson, einn af eigendum flugfélagsins Atlanta, og Guðrún Þráinsdóttir. Nýverið festu þau kaup á glæsivillu við Mávanes sem áður var í eigu Ingu Lindar Karlsdóttur sjónvarpskonu og eiganda Skot Productions. Geitastekkur Við Geitastekk 1 í Reykjavík er að finna einbýlishús sem var byggt árið 1974. Húsið er staðsett í lokuðum botnlanga stutt frá Elliðaárdal. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan og utan síðastliðin ár og er útkoman afar flott. Ásett verð er 189 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Haukanes Við Haukanes 6 í Garðabæ er að finna 384 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 1979. Húsið stendur á fallegri sjávarlóð og því með einstöku útsýni. Samtals eru sex svefnherbergi og tvö baðherbergi. Ásett verð er 330 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Gullakur Við Gullakur 9 í Garðabæ er að finna 375 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum inn í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 2008 og teiknað af Valdimar Harðarsyni arkitekt. Eignin er búin fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Ásett verð er 375 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Reykjavík Garðabær Kópavogur Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Sunnuflöt Við Sunnuflöt 23 í Garðabæ er að finna reisulegt einbýlishús sem var byggt árið 1968. Húsið er 256 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Heimilið er hlýlega innréttað og hafa núverandi eigendur nostrað við húsið á einstakan máta. Ásett verð er 229 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Dyngjuvegur Við Dyngjuveg 2 í Reykjavík er að finna 594 fermetra einbýlishús var byggt árið 1950. Húsið var upphaflega 358 fermetrar að stærð og teiknað af Gísla Halldórssyni. Núverandi eigendur hafa átt húsið frá 2006 og gerðu þau gagngerar endurbætur á húsinu sem stóðu til ársloka 2011 þegar þau fluttu inn. Davíð Pitt arkitekt hannaði viðbyggingu og innréttingar hússins auk þess sem hann aðstoðaði við efnisval. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Dalakur Við Dalakur 3 í Garðabæ er að finna 280 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 2014. Kristján Ragnarsson er arkitekt hússins og kom Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, að hönnun hússins á byggingarstigi eitt og fylgdi því til enda með vali á litum, gólfefni, gardínum og fleira. Í stofunni er stór og stæðilegur gasarinn sem setur svip á rýmið ásamt stórum gólfsíðum gluggum. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Sunnubraut Við Sunnubraut 47 í Kópavogi má finna 196 fermetra einbýlishús á einni hæð. Húsið var byggt árið 1992 og staðsett á glæsilegri 750 fermetra sjávarlóð í lokuðum botnlanga með stórbrotnu útsýni. Ásett verð er 250 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteiganvef Vísis. Núverandi eigandi byggði húsið sjálfur. Haukanes Við Haukanes í Garðabæ er að finna 356,4 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1985 og er töluvert endurnýjað. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni og byggt af Guðbirni Guðjónssyni múrarameistars en súlur og stórir gluggar spila þar stórt hlutverk. Á svölunum er stór innbyggður pottur og aukaíbúð á jarðhæðinni. Ásett verð er 259 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Eigandi hússins er Karl Björgvin Brynjólfsson en hann sló í gegn hér á Vísi þegar hann auglýsti börnin sín á lausu í miðbæ Akureyrar árði 2022. Þrastanes Við Þrastanes 3 í Garðabæ stendur sjarmerandi 392 fermetra einbýlishús. Húsið var byggt árið 1979 og var gert upp að miklu leyti árið 2021 og 2022. Eignin, sem er á þremur hæðum, er búin fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Ásett verð er 320 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Stórakur Við Stórakur 5 stendur reisulegt 386 fermetra einbýlihús á þremur pöllum með mikilli lofthæð. Húsið var byggt árið 2015 og hannað af Ívari Erni Guðmunssyni arkitekt. Timbur og steinflísar eru á veggjum við glæsilega yfirbyggða 65 fermetra suðurverönd til vinstri við inngang, þar sem er vönduð innbyggð grillaðstaða og glæslegur útiarin. Steinflísarnar flæða inn í forstofu hússins og eftir gangi þar sem veggir eru flísalagðir þvert í gegnum húsið, og tengja þannig saman innra og ytra rými. Ásett verð er 450 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Eigendur hússins eru hjónin Hannes Hilmarsson, einn af eigendum flugfélagsins Atlanta, og Guðrún Þráinsdóttir. Nýverið festu þau kaup á glæsivillu við Mávanes sem áður var í eigu Ingu Lindar Karlsdóttur sjónvarpskonu og eiganda Skot Productions. Geitastekkur Við Geitastekk 1 í Reykjavík er að finna einbýlishús sem var byggt árið 1974. Húsið er staðsett í lokuðum botnlanga stutt frá Elliðaárdal. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan og utan síðastliðin ár og er útkoman afar flott. Ásett verð er 189 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Haukanes Við Haukanes 6 í Garðabæ er að finna 384 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 1979. Húsið stendur á fallegri sjávarlóð og því með einstöku útsýni. Samtals eru sex svefnherbergi og tvö baðherbergi. Ásett verð er 330 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Gullakur Við Gullakur 9 í Garðabæ er að finna 375 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum inn í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 2008 og teiknað af Valdimar Harðarsyni arkitekt. Eignin er búin fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Ásett verð er 375 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Reykjavík Garðabær Kópavogur Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira