Hver er J.D. Vance? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. júlí 2024 11:15 Öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance hefur verið valinn varaforsetaefni Donald Trumps í komandi kosningum, en hver er J.D. Vance? Getty/Joe Raedle Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira