Frá Liverpool beint í teymi Flick Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 14:31 Hansi Flick og Thiago hafa endurnýjað kynnin. Mynd/Barcelona Spánverjinn Thiago Alcantara, sem hætti nýverið knattspyrnuiðkun sem leikmaður, hefur strax snúið sér að þjálfun. Hann hefur verið ráðinn í þjálfarateymi uppeldisfélagsins. Thiago er aðeins 33 ára gamall og kom einhverjum á óvart þegar hann setti knattspyrnuskóna upp á hillu fyrir örfáum vikum. Samningur hans við Liverpool á Englandi rann út um síðustu mánaðarmót og tilkynnti hann skömmu síðar að hann ætlaði sér ekki að spila frekari fótbolta sem atvinnumaður. Miklar vonir voru bundnar við Thiago hjá Liverpool eftir að hann var keyptur til félagsins frá Bayern Munchen á Spáni en honum gekk illa að halda sér heilum. Thiago spilaði aðeins einn leik á síðustu leiktíð fyrir félagið og ákvað að henni lokinni að láta gott heita, líkamans vegna. Þjóðverjinn Hansi Flick var þjálfari Bayern þegar félagið seldi Thiago til Liverpool árið 2020. Sá þýski stýrði Thiago hjá þýska stórliðinu leiktíðina á undan en þá vann Bayern alla þá titla sem í boði voru, deild, bikar, ofurbikar og Meistaradeild. Welcome to the Barça fam, Thiago! ❤️ pic.twitter.com/noOXH8dsig— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 17, 2024 Flick tók við þjálfun Barcelona af Xavi Hernández í sumar og var snöggur til að ráða Thiago inn í teymi sitt eftir að skórnir fóru á hilluna fyrir tíu dögum síðar. Samkvæmt yfirlýsingu Barcelona mun Thiago aðstoða Flick á undirbúningstímabilinu og hefur nú þegar hafið störf. Thiago er uppalinn hjá Barcelona frá 14 ára aldri og var leikmaður liðsins frá 2005 til 2013, þegar Pep Guardiola, fyrrum þjálfari hans í Katalóníu, keypti hann til Bayern Munchen. Spænski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Thiago er aðeins 33 ára gamall og kom einhverjum á óvart þegar hann setti knattspyrnuskóna upp á hillu fyrir örfáum vikum. Samningur hans við Liverpool á Englandi rann út um síðustu mánaðarmót og tilkynnti hann skömmu síðar að hann ætlaði sér ekki að spila frekari fótbolta sem atvinnumaður. Miklar vonir voru bundnar við Thiago hjá Liverpool eftir að hann var keyptur til félagsins frá Bayern Munchen á Spáni en honum gekk illa að halda sér heilum. Thiago spilaði aðeins einn leik á síðustu leiktíð fyrir félagið og ákvað að henni lokinni að láta gott heita, líkamans vegna. Þjóðverjinn Hansi Flick var þjálfari Bayern þegar félagið seldi Thiago til Liverpool árið 2020. Sá þýski stýrði Thiago hjá þýska stórliðinu leiktíðina á undan en þá vann Bayern alla þá titla sem í boði voru, deild, bikar, ofurbikar og Meistaradeild. Welcome to the Barça fam, Thiago! ❤️ pic.twitter.com/noOXH8dsig— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 17, 2024 Flick tók við þjálfun Barcelona af Xavi Hernández í sumar og var snöggur til að ráða Thiago inn í teymi sitt eftir að skórnir fóru á hilluna fyrir tíu dögum síðar. Samkvæmt yfirlýsingu Barcelona mun Thiago aðstoða Flick á undirbúningstímabilinu og hefur nú þegar hafið störf. Thiago er uppalinn hjá Barcelona frá 14 ára aldri og var leikmaður liðsins frá 2005 til 2013, þegar Pep Guardiola, fyrrum þjálfari hans í Katalóníu, keypti hann til Bayern Munchen.
Spænski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira