Mótmælir gjaldtöku við Egilsstaðaflugvöll með gagnkvæmu skutli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 17:00 Sveinn Snorri segist vera þakklátur fyrir viðbrögð samfélagsins fyrir austan við hópnum. Vísir/Samsett Sérstökum hóp hefur verið komið upp á Facebook til að komast hjá því að greiða ný bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli með því að skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Sveinn Snorri Sveinsson stofnandi hópsins segir ekki um mótmæli að ræða heldur aðgerðir. Hópurinn ber nafnið Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli og er að finna með því að smella hér. Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hóf gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla þann 25. júní síðastliðinn. Um er að ræða flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Áform Isavia vöktu mikla athygli og umfjöllun. Sveinn segir málið hafa vakið bylgju af reiði á Austfjörðum. Bjóða upp á þjónustu sem er ekki til „Það er enginn ánægður með þetta. Þetta hefur vakið gríðarlega sterk viðbrögð hérna fyrir austan,“ segir Sveinn og líkir gjaldtökunni við það að hótel ætlaðist til þess að hótelgestir smíðuðu eigið herbergi og innréttuðu. Þá bendir Sveinn einnig á að bílastæðin séu ekki malbikuð nema að hálfu og að aðstæður þar séu þannig að ekki sé verjandi að rukka fyrir þá þjónustu. „Það er verið að bjóða þarna upp á þjónustu sem er ekki til staðar,“ segir hann. Aðspurður segir Sveinn að fengið þessa hugmynd úti í göngutúr einn góðan veðurdag. Honum datt í hug að slíkur hópur gæti hjálpað fólki að komast undan bílastæðagjöldunum. „Þetta eru aðgerðir, ég myndi ekki kalla þetta mótmæli. Við verðum að gera eitthvað til þess að svara þessum bílastæðagjöldum sem þau eru að leggja á hérna á völlunum,“ segir Sveinn en hann er eini umsjónaraðili og ábyrgðarmaður hópsins að svo stöddu. Hópurinn vaxið hratt Hann segist vera ánægður með hvað hópurinn hefur vaxið hratt. Sveinn stofnaði hópinn í gær en hann er þegar með um 360 meðlimi. Sveinn segist vera mjög þakklátur samfélaginu fyrir austan fyrir viðbrögðin við hópnum. Án fólksins væri þetta ekki mögulegt. „Þetta er mjög mikill fjöldi miðað við hvað þetta er lítið svæði. Ég ætlaði svo að starta hópnum á laugardaginn. Byrja fyrst á að safna í hópinn og ræða reglurnar sem ég samdi,“ segir hann en stefnt er á að hópurinn hefji starfsemi sína laugardaginn tuttugasta. Téðar reglur eru vel útlistaðar í fyrstu færslu hópsins sem Sveinn birti í gær. Í henni segir hann að lykilorð hópsins sé traust. Skutlbeiðnir fara fram í innleggjum á hópnum og er beiðnum svarað í athugasemdum við umrædd innlegg. Meðal þess sem reglurnar kveða á um er að félagar beri að sýna hver öðrum kurteisi og viðhafa gott orðbragð, skutl skuli gerast innan við mánuð frá beiðni um slíkt til að greiðinn falli ekki í gleymsku, að aðilum sem geta ekki staðið við skutlskuldbingingu sínar sé skylt að útvega hinum skuldaða far með einhverju móti og fleira. Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Bílastæði Tengdar fréttir Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08 Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24 Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hópurinn ber nafnið Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli og er að finna með því að smella hér. Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hóf gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla þann 25. júní síðastliðinn. Um er að ræða flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Áform Isavia vöktu mikla athygli og umfjöllun. Sveinn segir málið hafa vakið bylgju af reiði á Austfjörðum. Bjóða upp á þjónustu sem er ekki til „Það er enginn ánægður með þetta. Þetta hefur vakið gríðarlega sterk viðbrögð hérna fyrir austan,“ segir Sveinn og líkir gjaldtökunni við það að hótel ætlaðist til þess að hótelgestir smíðuðu eigið herbergi og innréttuðu. Þá bendir Sveinn einnig á að bílastæðin séu ekki malbikuð nema að hálfu og að aðstæður þar séu þannig að ekki sé verjandi að rukka fyrir þá þjónustu. „Það er verið að bjóða þarna upp á þjónustu sem er ekki til staðar,“ segir hann. Aðspurður segir Sveinn að fengið þessa hugmynd úti í göngutúr einn góðan veðurdag. Honum datt í hug að slíkur hópur gæti hjálpað fólki að komast undan bílastæðagjöldunum. „Þetta eru aðgerðir, ég myndi ekki kalla þetta mótmæli. Við verðum að gera eitthvað til þess að svara þessum bílastæðagjöldum sem þau eru að leggja á hérna á völlunum,“ segir Sveinn en hann er eini umsjónaraðili og ábyrgðarmaður hópsins að svo stöddu. Hópurinn vaxið hratt Hann segist vera ánægður með hvað hópurinn hefur vaxið hratt. Sveinn stofnaði hópinn í gær en hann er þegar með um 360 meðlimi. Sveinn segist vera mjög þakklátur samfélaginu fyrir austan fyrir viðbrögðin við hópnum. Án fólksins væri þetta ekki mögulegt. „Þetta er mjög mikill fjöldi miðað við hvað þetta er lítið svæði. Ég ætlaði svo að starta hópnum á laugardaginn. Byrja fyrst á að safna í hópinn og ræða reglurnar sem ég samdi,“ segir hann en stefnt er á að hópurinn hefji starfsemi sína laugardaginn tuttugasta. Téðar reglur eru vel útlistaðar í fyrstu færslu hópsins sem Sveinn birti í gær. Í henni segir hann að lykilorð hópsins sé traust. Skutlbeiðnir fara fram í innleggjum á hópnum og er beiðnum svarað í athugasemdum við umrædd innlegg. Meðal þess sem reglurnar kveða á um er að félagar beri að sýna hver öðrum kurteisi og viðhafa gott orðbragð, skutl skuli gerast innan við mánuð frá beiðni um slíkt til að greiðinn falli ekki í gleymsku, að aðilum sem geta ekki staðið við skutlskuldbingingu sínar sé skylt að útvega hinum skuldaða far með einhverju móti og fleira.
Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Bílastæði Tengdar fréttir Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08 Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24 Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08
Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24
Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00