Hét því að endurvekja bandaríska drauminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 06:47 Vance freistaði þess að höfða til íbúa í hinu svokallaða „ryðbelti“, þar sem iðnaður var blómlegur á sínum tíma en fátækt ríkir nú víða. AP/Carolyn Kaster „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ Þetta sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, þegar hann ávarpaði landsþing Repúblikana í gær. Vance talaði mikið um rætur sínar í „ryðbelti“ Bandaríkjanna og sagðist myndu láta þær lexíur leiða sig sem hann lærði hjá ömmu sinni og minningar um vini og kunningja sem létust sökum ofskömmtunar eiturlyfja. Áður en hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni sagðist Trump það meðal annars myndu ráðast af því hvort viðkomandi gæti hjálpað honum til við að ná kjöri á ný. Það var ekki annað að sjá en að Vance hyggist taka það hlutverk alvarlega en hann talaði ítrekað um Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin í ræðu sinni, þar sem baráttan verður hvað hörðust og þar sem hlutfall hvítra verkamanna er hvað hæst. Vance fór víða og gerði því meðal annars skóna að Kommúnistaflokkurinn í Kína væri bein ógn við miðstéttina í Bandaríkjunum. Þá hét hann því að Repúblikanaflokkurinn myndi ekki „flytja inn erlent vinnuafl“ en þess í stað endurreisa verksmiðjur og fjölga þeim vörum sem væru stimplaðar „þeim fallega stimpli: Framleitt í Bandaríkjunum“. „Við þurfum leiðtoga sem berst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Vance. „Við þurfum leiðtoga sem er ekki í vasanum á stórfyrirtækjunum heldur svarar kalli hins vinnandi manns, hvort sem hann er verkalýðsfélagi eða ekki, leiðtoga sem mun ekki selja sig alþjóðafyrirækjum heldur berjast fyrir bandarískan iðnað.“ Varaforsetinn Kamala Harris, sem mun væntanlega mæta Vance í kappræðum á næstunni, gaf lítið fyrir yfirlýsingar hans í gær og sagði valið á honum ekki annað en staðfesting á þeirri öfgastefnu sem Trump boðaði. „J.D. Vance verður aðeins hliðhollur Trump, ekki landinu okkar,“ sagði hún. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Þetta sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, þegar hann ávarpaði landsþing Repúblikana í gær. Vance talaði mikið um rætur sínar í „ryðbelti“ Bandaríkjanna og sagðist myndu láta þær lexíur leiða sig sem hann lærði hjá ömmu sinni og minningar um vini og kunningja sem létust sökum ofskömmtunar eiturlyfja. Áður en hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni sagðist Trump það meðal annars myndu ráðast af því hvort viðkomandi gæti hjálpað honum til við að ná kjöri á ný. Það var ekki annað að sjá en að Vance hyggist taka það hlutverk alvarlega en hann talaði ítrekað um Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin í ræðu sinni, þar sem baráttan verður hvað hörðust og þar sem hlutfall hvítra verkamanna er hvað hæst. Vance fór víða og gerði því meðal annars skóna að Kommúnistaflokkurinn í Kína væri bein ógn við miðstéttina í Bandaríkjunum. Þá hét hann því að Repúblikanaflokkurinn myndi ekki „flytja inn erlent vinnuafl“ en þess í stað endurreisa verksmiðjur og fjölga þeim vörum sem væru stimplaðar „þeim fallega stimpli: Framleitt í Bandaríkjunum“. „Við þurfum leiðtoga sem berst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Vance. „Við þurfum leiðtoga sem er ekki í vasanum á stórfyrirtækjunum heldur svarar kalli hins vinnandi manns, hvort sem hann er verkalýðsfélagi eða ekki, leiðtoga sem mun ekki selja sig alþjóðafyrirækjum heldur berjast fyrir bandarískan iðnað.“ Varaforsetinn Kamala Harris, sem mun væntanlega mæta Vance í kappræðum á næstunni, gaf lítið fyrir yfirlýsingar hans í gær og sagði valið á honum ekki annað en staðfesting á þeirri öfgastefnu sem Trump boðaði. „J.D. Vance verður aðeins hliðhollur Trump, ekki landinu okkar,“ sagði hún.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira