Gestirnir frá Svíþjóð voru í góðum málum fyrir leik kvöldsins eftir 3-0 sigur heima fyrir og segja má að verkefnið hafi orðið enn auðveldara eftir stundarfjórðung þegar leikmaður Paphos fékk beint rautt spjald.
Það virðist þó sem Elfsborg hafi slakað full mikið á klónni en staðan var 2-1 heimamönnum í vil þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Andri Fannar Baldursson byrjaði leikinn á miðju gestanna og nældi sér í gult spjald á 36. mínútu.
Gestirnir mættu vel gíraðir út í síðari hálfleik og voru búnir að jafna metin eftir aðeins tveggja mínútna leik. Örskömmu síðar kom Andri Fannar þeim yfir með góðu skoti rétt fyrir utan teig eftir að hafa hlaupið góða 15-20 metra með boltann án þess að leikmaður Paphos gæti stöðvað hann.
Elfsborg bætti við tveimur mörkum í kjölfarið og vann 5-2 sigur. Eggert Aron Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk liðsins.
90' | Seger – och vi är vidare! 🔥#PFC | 2–5 | #IFE pic.twitter.com/BQdfh29lbJ
— IF Elfsborg (@IFElfsborg1904) July 18, 2024
Sigurinn þýðir að Elfsborg er komið áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.