Sýndu Adam áhuga í eitt ár: „Stefnt að þessu síðan ég var lítill krakki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 11:31 Adam Ægir Pálsson lék alls 45 deildar- og bikarleiki með Val og skoraði ellefu mörk vísir/diego Ítalska C-deildarliðið Perugia hefur landað Adam Ægi Pálssyni, um ári eftir að hafa fyrst sýnt honum áhuga. Leikmaðurinn er hæstánægður með að hefja atvinnumannaferilinn hjá jafn stóru félagi og Perugia. Adam skrifaði í morgun undir lánssamning við Perugia. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. „Þeir sýndu fyrst áhuga í ágúst í fyrra en svo kom þetta aftur upp fyrir 1-2 mánuðum. Það var smá vesen milli félaganna en Valur vildi hjálpa mér að elta drauminn og ég er mjög þakklátur þeim,“ sagði Adam í samtali við Vísi eftir að hafa skrifað undir hjá Perugia í dag. Eins og Seriu A félag Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar á Ítalíu. En félagið stefnir hærra. „Þetta er sögufrægt félag. Meðal leikmanna sem hafa spilað þarna eru Gennaro Gattuso, Paolo Rossi, Fabio Grosso og Marco Materazzi. Þetta er risastórt félag sem stefnir upp í B-deildina þar sem þeir léku á þarsíðasta tímabili,“ sagði Adam. Perugia féll úr Seriu B í fyrra.getty/Giuseppe Bellini „Þeir eru með 25 þúsund manna völl og þetta er í raun og veru Seriu A umgjörð í Seriu C. Allt í kringum þetta er stórt.“ Perugia, sem er frá Úmbríu-héraði í miðri Ítalíu, lék síðast í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04 en undanfarin tuttugu ár hefur liðið flakkað milli Seriu B og C. Þakklátur fyrir tækifærið Adam er fullur tilhlökkunar að byrja að spila með Perugia. „Ég get ekki beðið eftir að sýna mig og sanna. Við eigum leik við Roma eftir 2-3 vikur og ég hlakka mikið til,“ sagði Adam. „Ég er búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki. Þetta hefur verið draumurinn og ég er þakklátur að tækifærið sé komið núna.“ Auk Vals hefur Adam leikið með Keflavík, Víkingi, Víði og Selfossi hér á landi.vísir/diego Adam lék sem fyrr sagði með Val um tveggja ára skeið. Hann ber gamla félaginu sínu vel söguna og segist standa í þakkarskuld við það. „Ég er þakklátur Val fyrir að leyfa mér að elta drauminn minn. Þeir vildu ekki missa mig en leyfðu mér samt að grípa þetta tækifæri,“ sagði Adam að endingu. Ítalski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Adam skrifaði í morgun undir lánssamning við Perugia. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. „Þeir sýndu fyrst áhuga í ágúst í fyrra en svo kom þetta aftur upp fyrir 1-2 mánuðum. Það var smá vesen milli félaganna en Valur vildi hjálpa mér að elta drauminn og ég er mjög þakklátur þeim,“ sagði Adam í samtali við Vísi eftir að hafa skrifað undir hjá Perugia í dag. Eins og Seriu A félag Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar á Ítalíu. En félagið stefnir hærra. „Þetta er sögufrægt félag. Meðal leikmanna sem hafa spilað þarna eru Gennaro Gattuso, Paolo Rossi, Fabio Grosso og Marco Materazzi. Þetta er risastórt félag sem stefnir upp í B-deildina þar sem þeir léku á þarsíðasta tímabili,“ sagði Adam. Perugia féll úr Seriu B í fyrra.getty/Giuseppe Bellini „Þeir eru með 25 þúsund manna völl og þetta er í raun og veru Seriu A umgjörð í Seriu C. Allt í kringum þetta er stórt.“ Perugia, sem er frá Úmbríu-héraði í miðri Ítalíu, lék síðast í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04 en undanfarin tuttugu ár hefur liðið flakkað milli Seriu B og C. Þakklátur fyrir tækifærið Adam er fullur tilhlökkunar að byrja að spila með Perugia. „Ég get ekki beðið eftir að sýna mig og sanna. Við eigum leik við Roma eftir 2-3 vikur og ég hlakka mikið til,“ sagði Adam. „Ég er búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki. Þetta hefur verið draumurinn og ég er þakklátur að tækifærið sé komið núna.“ Auk Vals hefur Adam leikið með Keflavík, Víkingi, Víði og Selfossi hér á landi.vísir/diego Adam lék sem fyrr sagði með Val um tveggja ára skeið. Hann ber gamla félaginu sínu vel söguna og segist standa í þakkarskuld við það. „Ég er þakklátur Val fyrir að leyfa mér að elta drauminn minn. Þeir vildu ekki missa mig en leyfðu mér samt að grípa þetta tækifæri,“ sagði Adam að endingu.
Ítalski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira