Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:00 Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bendir fólki sem býr á Sævarhöfða á tjaldsvæði í grennd við borgina. Arnar/Vilhelm „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“ Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira