Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 11:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06