Framtíðin? Reynir Böðvarsson skrifar 20. júlí 2024 09:00 Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun