Á vef Vegagerðarinnar segir að málningarbíllinn verði á ferðinni í dag á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi framhjá Rauðavatni, Hellisheiði og Hveragerði og að hann fari hægt yfir. Ökumenn eru varaðir við því að raðir geti myndast við einbreiðu kaflana sem rættist eins og sjá má á myndunum.„Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að aka um með gát og sýna tillitssemi og umfram allt þolinmæði,“ segir á vef Vegagerðarinnar.
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að mála þurfi alla vegi og að það verði alltaf tafir þegar ráðist er í slíkar aðgerðir.
„Ég hugsa að það sé bara minni umferð í hádeginu á laugardegi en oft annars,“ segir hann.