Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 09:29 Klósettpappír hvert sem litið er í Hofsstaðaskógi á Snæfellsnesi. Vísir/vilhelm Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40
Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20