Efsti maður heimslistans segist aldrei hafa spilað í jafn erfiðum aðstæðum og í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 14:15 Scottie Scheffler leitaði skjóls frá votviðrinu í Skotlandi undir regnhlíf. getty/Pedro Salado Veðrið setti svo sannarlega svip sinn á þriðja hring Opna breska meistaramótsins í golfi sem fer fram á Royal Troon vellinum. Sannkallað skítaveður var í Skotlandi í gær og það gerði mörgum kylfingum afar erfitt fyrir. Meðal þeirra var Shane Lowry en hann lék þriðja hringinn á sex höggum yfir pari eftir að hafa verið efstur eftir fyrstu tvo hringina. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, lék á pari í gær og var á samtals tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er ýmsu vanur en segist aldrei hafa lent í öðru eins og á seinni hluta hringsins í gær. „Þetta eru sennilega erfiðustu níu holur sem ég mun nokkru sinni spila. Þetta var frekar villt þarna úti en ég gerði vel í að harka í gegnum þetta,“ sagði Scheffler. Hann vann Masters 2022 og 2024 og getur bætt þriðja risatitlinum í safnið í dag. Besti árangur hans á Opna breska er 8. sæti 2021. Sýnt er beint frá lokadegi Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sannkallað skítaveður var í Skotlandi í gær og það gerði mörgum kylfingum afar erfitt fyrir. Meðal þeirra var Shane Lowry en hann lék þriðja hringinn á sex höggum yfir pari eftir að hafa verið efstur eftir fyrstu tvo hringina. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, lék á pari í gær og var á samtals tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er ýmsu vanur en segist aldrei hafa lent í öðru eins og á seinni hluta hringsins í gær. „Þetta eru sennilega erfiðustu níu holur sem ég mun nokkru sinni spila. Þetta var frekar villt þarna úti en ég gerði vel í að harka í gegnum þetta,“ sagði Scheffler. Hann vann Masters 2022 og 2024 og getur bætt þriðja risatitlinum í safnið í dag. Besti árangur hans á Opna breska er 8. sæti 2021. Sýnt er beint frá lokadegi Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira