Efsti maður heimslistans segist aldrei hafa spilað í jafn erfiðum aðstæðum og í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 14:15 Scottie Scheffler leitaði skjóls frá votviðrinu í Skotlandi undir regnhlíf. getty/Pedro Salado Veðrið setti svo sannarlega svip sinn á þriðja hring Opna breska meistaramótsins í golfi sem fer fram á Royal Troon vellinum. Sannkallað skítaveður var í Skotlandi í gær og það gerði mörgum kylfingum afar erfitt fyrir. Meðal þeirra var Shane Lowry en hann lék þriðja hringinn á sex höggum yfir pari eftir að hafa verið efstur eftir fyrstu tvo hringina. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, lék á pari í gær og var á samtals tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er ýmsu vanur en segist aldrei hafa lent í öðru eins og á seinni hluta hringsins í gær. „Þetta eru sennilega erfiðustu níu holur sem ég mun nokkru sinni spila. Þetta var frekar villt þarna úti en ég gerði vel í að harka í gegnum þetta,“ sagði Scheffler. Hann vann Masters 2022 og 2024 og getur bætt þriðja risatitlinum í safnið í dag. Besti árangur hans á Opna breska er 8. sæti 2021. Sýnt er beint frá lokadegi Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sannkallað skítaveður var í Skotlandi í gær og það gerði mörgum kylfingum afar erfitt fyrir. Meðal þeirra var Shane Lowry en hann lék þriðja hringinn á sex höggum yfir pari eftir að hafa verið efstur eftir fyrstu tvo hringina. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, lék á pari í gær og var á samtals tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er ýmsu vanur en segist aldrei hafa lent í öðru eins og á seinni hluta hringsins í gær. „Þetta eru sennilega erfiðustu níu holur sem ég mun nokkru sinni spila. Þetta var frekar villt þarna úti en ég gerði vel í að harka í gegnum þetta,“ sagði Scheffler. Hann vann Masters 2022 og 2024 og getur bætt þriðja risatitlinum í safnið í dag. Besti árangur hans á Opna breska er 8. sæti 2021. Sýnt er beint frá lokadegi Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira