„Þetta var ekki auðvelt“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. júlí 2024 21:58 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Pawel Stjarnan vann góðan 2-0 sigur á Fylki í Bestu deild karla í kvöld þar sem Emil Atlason og Helgi Fróði Ingason skoruðu mörkin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við blaðamann Vísis eftir leik og var eins og við var að búast kampakátur með sigurinn. „Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31