Skerjafjarðarskáld skriplar á skötu en gefst ekki upp Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 10:15 Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáldið, biðlar til Lilju persónulega; að láta sig málið varða því hér er mikið undir. vísir/fb/Vilhelm Kristján Hreinsson skáld, kenndur við Skerjafjörðinn er ósáttur við að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi vísað kæru hans á hendur Ríkisútvarpinu frá. En hann er hvergi nærri af baki dottinn. Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“ Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur upplifi misrétti og ofbeldi þó að konur séu í æðstu stöðum Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“
Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur upplifi misrétti og ofbeldi þó að konur séu í æðstu stöðum Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01
Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01
„Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30