Þekkir Kamölu Harris: „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 18:46 Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður líklega forsetaefni Demókrataflokksins. EPA Margrét Hrafnsdóttir, mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, þekkir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og líklegt forsetaefni Demókrataflokksins. Hún hefur mikla trú á sinni konu í baráttunni við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana. „Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“ Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“
Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira