Orri fær mikið lof eftir frábæra byrjun Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 11:30 Orri Steinn Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sérfræðingum um dönsku úrvalsdeildina eftir mjög svo góða byrjun á tímabilinu í gærkvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar á Lyngby í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammistaðan sýnir það og sannar af hverju stór félög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Íslendingnum. „Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
„Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira