Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 21:38 Bryndís Haraldsdóttir og Sigríður Á Andersen velta fyrir sér nafnabreytingu Mohamads Thors Jóhannessonar, sem áður bar eftirnafnið Kourani. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. „Ég held að af mörgu leyti séu lögin nú ágæt, og yfirleitt hefur mér frekar fundist þau of ströng ef eitthvað er,“ sagði Bryndís í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði fulla ástæðu til að skoða það hversu algengt það sé að erlendir ríkisborgarar óski eftir nafnabreytingum hér á landi, og hvernig það skilar sér til landsins þar sem viðkomandi er ríkisborgari. „Í þessu máli er um að ræða mann sem hefur brotið töluvert af sér og er dæmdur. Þá er þetta auðvitað eitthvað sem vekur upp spurningar og við þurfum að fara vel yfir,“ sagði Bryndís sem bætir við að mikilvægt sé í þessu máli, og ef önnur sambærileg mál komi upp, að viðkomandi sé með rétt auðkenni. Á meðal þess sem Bryndís velti fyrir sér er hvort að það verði gert að skilyrði að einstaklingur þurfi að vera íslenskur ríkisborgari til þess að breyta um nafn hér á landi. „Vegna þess að við vitum það að ef þú ert íslenskur ríkisborgari og þarft að breyta um nafn að næst þegar þú þarft að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini eða önnur skilríki þá breytist nafnið með. En það er ekki þar með sagt að slík skilríki breytist ef þú ert ríkisborgari annars lands.“ Þekkt dæmi séu um það að dæmdir menn hafi breytt um nafn. „Maður hefur litið á það þannig að það sé þegar fólk hefur setið af sér og er að reyna að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. En við höfum ekki heyrt sögur eins og þessa áður, enda er hún alveg frá byrjun og til dagsins í dag stórfurðuleg með öllum hætti,“ segir Bryndís. Undanþágunni ætlað að vernda saklausa borgara - ekki öfugt Sigríður Á Andersen tekur í sama streng og Bryndís í færslu sem hún birti á Facebook í kvöld. Hún vísar til orða Soffíu Svanhildar- Felixdóttur, deildarstjóra hjá Þjóðskrá, sem minntist í viðtali við fréttastofu í dag á undanþáguatkvæði í mannanafnalögum sem heimilar kenninafnsbreytingu. Soffía sagði að það þyrftu að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni. Í færslu sinni segir Sigríður að spurningar vakni um hverjar ástæður fyrir kenninafnsbreytingu geti verið, og bendir á að miðað við athugasemdir með lagaákvæðinu sé lagt til að það sé túlkað þrönt. „Það þýðir að færri en fleiri tilvik falli hér undir og að nokkuð þurfi til að koma svo undanþágan verði veitt. En vissulega geta málefnalegar ástæður legið að baki ósk um breytt kenninafn.“ Hún minnist á að talað sé um að þegar óalgengt kenninafn er „sérstaklega tengt þekktum afbrotamanni í hugum almennings“ þá sé gild ástæða fyrir nafnabreytingu. „Hér liggja augljóslega að baki hagsmunir manns sem ber sama kenninafn og þekktur glæpamaður. Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn.“ Augljóslega verið að líkja eftir nafni forsetans Það kemur Sigríði á óvart að vísað sé til umrædds ákvæðis þegar rætt er um mál Mohamads Thors Jóhannessonar. „Auk formsins er breytingin að efni til öll hin fráleitasta með því að vera til þess fallinn að líkja eftir nafni og kenninafni forseta Íslands, honum augljóslega til ama,“ segir Sigríður. „Í mínum huga er undanþáguákvæði mannanafnalaganna skýrt. Fallist menn ekki á það af einhverjum ástæðum er augljóst að dómsmálaráðherra þarf að hafa frumkvæði að endurskoðun laga um mannanöfn að þessu leyti. Það getur ekki verið svo að dæmdir menn skipti um nafn eða kenninafn áður en þeir hafa lokið afplánun og jafnvel ekki síðar.“ Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Stjórnsýsla Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
„Ég held að af mörgu leyti séu lögin nú ágæt, og yfirleitt hefur mér frekar fundist þau of ströng ef eitthvað er,“ sagði Bryndís í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði fulla ástæðu til að skoða það hversu algengt það sé að erlendir ríkisborgarar óski eftir nafnabreytingum hér á landi, og hvernig það skilar sér til landsins þar sem viðkomandi er ríkisborgari. „Í þessu máli er um að ræða mann sem hefur brotið töluvert af sér og er dæmdur. Þá er þetta auðvitað eitthvað sem vekur upp spurningar og við þurfum að fara vel yfir,“ sagði Bryndís sem bætir við að mikilvægt sé í þessu máli, og ef önnur sambærileg mál komi upp, að viðkomandi sé með rétt auðkenni. Á meðal þess sem Bryndís velti fyrir sér er hvort að það verði gert að skilyrði að einstaklingur þurfi að vera íslenskur ríkisborgari til þess að breyta um nafn hér á landi. „Vegna þess að við vitum það að ef þú ert íslenskur ríkisborgari og þarft að breyta um nafn að næst þegar þú þarft að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini eða önnur skilríki þá breytist nafnið með. En það er ekki þar með sagt að slík skilríki breytist ef þú ert ríkisborgari annars lands.“ Þekkt dæmi séu um það að dæmdir menn hafi breytt um nafn. „Maður hefur litið á það þannig að það sé þegar fólk hefur setið af sér og er að reyna að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. En við höfum ekki heyrt sögur eins og þessa áður, enda er hún alveg frá byrjun og til dagsins í dag stórfurðuleg með öllum hætti,“ segir Bryndís. Undanþágunni ætlað að vernda saklausa borgara - ekki öfugt Sigríður Á Andersen tekur í sama streng og Bryndís í færslu sem hún birti á Facebook í kvöld. Hún vísar til orða Soffíu Svanhildar- Felixdóttur, deildarstjóra hjá Þjóðskrá, sem minntist í viðtali við fréttastofu í dag á undanþáguatkvæði í mannanafnalögum sem heimilar kenninafnsbreytingu. Soffía sagði að það þyrftu að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni. Í færslu sinni segir Sigríður að spurningar vakni um hverjar ástæður fyrir kenninafnsbreytingu geti verið, og bendir á að miðað við athugasemdir með lagaákvæðinu sé lagt til að það sé túlkað þrönt. „Það þýðir að færri en fleiri tilvik falli hér undir og að nokkuð þurfi til að koma svo undanþágan verði veitt. En vissulega geta málefnalegar ástæður legið að baki ósk um breytt kenninafn.“ Hún minnist á að talað sé um að þegar óalgengt kenninafn er „sérstaklega tengt þekktum afbrotamanni í hugum almennings“ þá sé gild ástæða fyrir nafnabreytingu. „Hér liggja augljóslega að baki hagsmunir manns sem ber sama kenninafn og þekktur glæpamaður. Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn.“ Augljóslega verið að líkja eftir nafni forsetans Það kemur Sigríði á óvart að vísað sé til umrædds ákvæðis þegar rætt er um mál Mohamads Thors Jóhannessonar. „Auk formsins er breytingin að efni til öll hin fráleitasta með því að vera til þess fallinn að líkja eftir nafni og kenninafni forseta Íslands, honum augljóslega til ama,“ segir Sigríður. „Í mínum huga er undanþáguákvæði mannanafnalaganna skýrt. Fallist menn ekki á það af einhverjum ástæðum er augljóst að dómsmálaráðherra þarf að hafa frumkvæði að endurskoðun laga um mannanöfn að þessu leyti. Það getur ekki verið svo að dæmdir menn skipti um nafn eða kenninafn áður en þeir hafa lokið afplánun og jafnvel ekki síðar.“
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Stjórnsýsla Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira