Blindrastafur og sólgleraugu fylgja nýju dúkkunni og í umfjöllun CNN segir að augnsvipur hennar hafi verið hannaður þannig að hún sé örlítið tileygð. Þá kemur fram að Mattel hafi unnið með nokkrum blindrasamtökum að verkefninu.
Vörumerkið Barbie sætti gagnrýni í mörg ár fyrir óraunverulegt útlit hinnar hefðbundnu Barbie-dúkku. Árið 2016 hóf Mattel framleiðslu á Barbie-dúkkum með mismunandi líkamsgerðir og þremur árum síðar fengust til að mynda Barbie-dúkkur með gervifætur, heyrnartæki og í hjólastól.

Í fyrra hófst framleiðsla á Barbie-dúkkum með Downs-heilkennið. Meðfram útgáfu sjónskertu Barbie-dúkkunnar hefur Mattel líka hafið framleiðslu á svartri Barbie-dúkku með Downs, sem ekki var fáanleg áður.