Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 16:22 Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug eftir ferðamanninum í Jökulfirði þangað sem ekki er fært með bíl. Þaðan var hann fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem hann taldi ekki þörf á frekari aðhlynningu. Heit sturta, pítsa og hótelbergi var honum efst í huga. Vísir/Sara Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira