„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 07:34 Allt það sem Biden var áður sekur um er nú fyrst og fremst Harris að kenna. Getty/Bill Pugliano Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. Harris, sem verður forsetaefni Demókrataflokksins að óbreyttu eftir að Joe Biden steig til hliðar, er Trump greinilega hugleikin þessa dagana en hann sagði hana meðal annars „hið ofurfrjálslynda afl á bak við hverja einustu katastrófu“ Biden. Trump réðist að Harris á þeim sviðum þar sem hún þykir hvað sterkust, gerði lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sakaði hana um að vera fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu; „aftöku barns“. Stjórnmálaskýrendur benda á að það sé ákveðin áhætta fólgin í því að ráðast á Harris hvað varðar lög og reglu og þungunarrof, þar sem Trump er sjálfur dæmdur glæpamaður og hefur sveiflast stafna á milli í eigin afstöðu til þungunarrofs. Trump hamraði hins vegar einnig á því að Harris hefði mistekist að sinna því verkefni sem henni var falið eftir að hún komst í Hvíta húsið; að móta stefnu og grípa til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegum aðflutningi fólks yfir landamærin frá Mexíkó. „Kamala Harris vill verða forseti grimmra glæpamanna, ólölegra innflytjenda,“ sagði Trump. „Ég verð forseti Bandaríkjamanna sem fara að lögum,“ bætti hann við. Trump sakaði Harris einnig um að hafa hylmt yfir með Biden og falið það fyrir þjóðinni að hann væri ekki lengur hæfur til að sinna forsetaembættinu. Þá væri hún jafnvel verri en Biden. „Hún er verri en hann. Af því að hann er þykjustu-frjálslyndur. Þið vitið, hann var ekki það frjálslyndur. Hann var feik. Hún er alvöru frjálslynd.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Harris hafi ekki verið viðstödd ávarp Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á þinginu í gær og sagði Trump það til marks um að hún væri á móti gyðingum. Harris mun hins vegar eiga fund með Netanyahu í dag og þá má geta þess að eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, er gyðingur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Harris, sem verður forsetaefni Demókrataflokksins að óbreyttu eftir að Joe Biden steig til hliðar, er Trump greinilega hugleikin þessa dagana en hann sagði hana meðal annars „hið ofurfrjálslynda afl á bak við hverja einustu katastrófu“ Biden. Trump réðist að Harris á þeim sviðum þar sem hún þykir hvað sterkust, gerði lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sakaði hana um að vera fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu; „aftöku barns“. Stjórnmálaskýrendur benda á að það sé ákveðin áhætta fólgin í því að ráðast á Harris hvað varðar lög og reglu og þungunarrof, þar sem Trump er sjálfur dæmdur glæpamaður og hefur sveiflast stafna á milli í eigin afstöðu til þungunarrofs. Trump hamraði hins vegar einnig á því að Harris hefði mistekist að sinna því verkefni sem henni var falið eftir að hún komst í Hvíta húsið; að móta stefnu og grípa til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegum aðflutningi fólks yfir landamærin frá Mexíkó. „Kamala Harris vill verða forseti grimmra glæpamanna, ólölegra innflytjenda,“ sagði Trump. „Ég verð forseti Bandaríkjamanna sem fara að lögum,“ bætti hann við. Trump sakaði Harris einnig um að hafa hylmt yfir með Biden og falið það fyrir þjóðinni að hann væri ekki lengur hæfur til að sinna forsetaembættinu. Þá væri hún jafnvel verri en Biden. „Hún er verri en hann. Af því að hann er þykjustu-frjálslyndur. Þið vitið, hann var ekki það frjálslyndur. Hann var feik. Hún er alvöru frjálslynd.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Harris hafi ekki verið viðstödd ávarp Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á þinginu í gær og sagði Trump það til marks um að hún væri á móti gyðingum. Harris mun hins vegar eiga fund með Netanyahu í dag og þá má geta þess að eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, er gyðingur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent