Enski boltinn

Réðst á leik­mann Wrexham eftir tvær mínútur í æfinga­leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lewi Colwill hafði engan húmor fyrir seinni tæklingu James McClean.
Lewi Colwill hafði engan húmor fyrir seinni tæklingu James McClean. skjáskot

Chelsea og Wrexham áttust við í æfingaleik í Bandaríkjunum í gærkvöldi sem endaði 2-2. Vart er hægt að kalla þetta vináttuleik þar sem slagsmál brutust út eftir rétt rúmar tvær mínútur.

Þetta var fyrsti leikur Enzo Maresca við stjórnvöl Chelsea en honum tókst ekki að hafa stjórn á skapi Lewi Colwill, sem varð fyrir tæklingu frá James McClean, leikmanni Wrexham, og brást illa við.

Colwill stóð strax á fætur og reif í hálsmál McClean, lyfti því raunar upp fyrir höfuð hans, áður en aðrir leikmenn skárust inn í og stöðvuðu slagsmálin.

Phil Parkinson, þjálfari Wrexham hljóp meira að segja út úr boðvangnum og inn á völlinn til að stöðva átökin, Enzo Maresca gerðist ekki svo djarfur.

Ekkert spjald fór á loft og Chelsea bjargaði jafntefli undir lokin eftir að hafa lent 2-1 undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×