„Hvað ertu að gera í þessum karlrembuflokki?“ Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2024 11:42 Guðrún hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn sé karlrembuflokkur en um það er hún oft spurð. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er gestur Einar Bárðarsonar í nýjasta þættinum hans af Einmitt. Guðrún segist oft vera spurð að því hvað hún sé að gera í þessum karlrembuflokki en hún segir á móti ekkert skilja í því hvernig fólk fái það út að Sjálfstæðisflokkurinn sé slíkur flokkur. Guðrún og Einar ræða í afar athyglisverðu spjalli nokkur þeirra mála sem hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri svo sem ný útlendingalög, óreiðuna sem ríkir í sölumálum á áfengis og flótta kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum síðustu 15 ár. Eftir að hafa rætt uppvaxtar- og námsár Guðrúnar, en þar kemur fram að Aldís eldri systir Guðrúnar hafi um árabil verið bæjarstjóri í Hveragerði, Hafsteinn bróðir hennar fór norður til Akureyrar í Menntaskólans, en mamma þeirra vildi ekki missa Guðrúnu þangað líka þannig að hún fór í í Fjölbrautaskóla Suðurlands, berst talið að lykilmáli því sem Guðrún hefur verið að fást við. Útlendingamálin? Erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og ég hef eftir mesta mætti stigið inn í hann af virðingu en festu,“ segir Guðrún um málefni erlendra hælisleitenda og nýjum útlendingalögum sem hún hefur nú unnið hörðum höndum að. Jón Gunnarsson þótti vaskur í dómsmálaráðuneytinu. Guðrún sótti mjög fast að staðið yrði við það að hún yrði ráðherra og það varð á endanum svo. Hún segir erfitt að vísa fólk af landi brott en gæta verði jafnræðis gagnvart lögum.vísir/vilhelm Guðrún fer yfir umsóknir um alþjóðlegra vernd sem fjölgað hefur í veldisvexti síðustu ár. Hún segir samfélagið ekki ráða ekki við umfangið og kostnaðinn sem því fylgi. „Vitaskuld er það erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki. En þá er það byggt á ákvörðun byggða á okkar lögum og á tveimur dómstigum og þá ber viðkomandi að yfirgefa landið,” segir Guðrún. Og hún bætir við: „Ég hef lagt áherslu á það að eru lög í þessu landi og það þurfa allir að fara eftir þeim lögum hvort sem að þú ert Íslendingur eða útlendingur.“ Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera betur Þegar umræðan berst að fallvöltu gengi Sjálfstæðisflokksins segir Guðrún niðurstöður skoðanakannanna óásættanlegar og flokkurinn verði að gera betur. Hún segir flokkinn ekki nógu duglegan að tala fyrir sinni stefnu og leyfi andstæðingum hans skilgreina flokkinn. fulltrúar flokksins verði að stíga fastar inn þar. Þessu verði að snúa við. Guðrún segir stöðu Sjálfstæðisflokksins, sé litið til skoðanakannana, algerlega óásættanlega.vísir/vilhelm Guðrún nefnir ótal atriði máli sínu til stuðnings. Eitt af því sé að flokkurinn sé skilgreindur sem karlrembu flokkur þegar þær fullyrðingar standist enga skoðun að hennar mati. „Þetta er bara alrangt. Stærstu jafnréttisskref sem stiginn hafa verið í íslensku samfélagi hafa verið gerð á vakt Sjálfstæðismanna.” Og Guðrún heldur áfram á þessum nótum. „Bjarni Benediktsson hefur verið óhræddur að lyfta upp konum til æðstu metorða og ég er ein af þeim. Núna eru fimm ráðherrar og þar eru þrjá konur og tveir karlar, og í sömu ríkisstjórn eru jafnt kynjahlutfall.” Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni hér http://bit.ly/3AuejEW Samfélagsmiðlar Hælisleitendur Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Guðrún segist oft vera spurð að því hvað hún sé að gera í þessum karlrembuflokki en hún segir á móti ekkert skilja í því hvernig fólk fái það út að Sjálfstæðisflokkurinn sé slíkur flokkur. Guðrún og Einar ræða í afar athyglisverðu spjalli nokkur þeirra mála sem hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri svo sem ný útlendingalög, óreiðuna sem ríkir í sölumálum á áfengis og flótta kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum síðustu 15 ár. Eftir að hafa rætt uppvaxtar- og námsár Guðrúnar, en þar kemur fram að Aldís eldri systir Guðrúnar hafi um árabil verið bæjarstjóri í Hveragerði, Hafsteinn bróðir hennar fór norður til Akureyrar í Menntaskólans, en mamma þeirra vildi ekki missa Guðrúnu þangað líka þannig að hún fór í í Fjölbrautaskóla Suðurlands, berst talið að lykilmáli því sem Guðrún hefur verið að fást við. Útlendingamálin? Erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og ég hef eftir mesta mætti stigið inn í hann af virðingu en festu,“ segir Guðrún um málefni erlendra hælisleitenda og nýjum útlendingalögum sem hún hefur nú unnið hörðum höndum að. Jón Gunnarsson þótti vaskur í dómsmálaráðuneytinu. Guðrún sótti mjög fast að staðið yrði við það að hún yrði ráðherra og það varð á endanum svo. Hún segir erfitt að vísa fólk af landi brott en gæta verði jafnræðis gagnvart lögum.vísir/vilhelm Guðrún fer yfir umsóknir um alþjóðlegra vernd sem fjölgað hefur í veldisvexti síðustu ár. Hún segir samfélagið ekki ráða ekki við umfangið og kostnaðinn sem því fylgi. „Vitaskuld er það erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki. En þá er það byggt á ákvörðun byggða á okkar lögum og á tveimur dómstigum og þá ber viðkomandi að yfirgefa landið,” segir Guðrún. Og hún bætir við: „Ég hef lagt áherslu á það að eru lög í þessu landi og það þurfa allir að fara eftir þeim lögum hvort sem að þú ert Íslendingur eða útlendingur.“ Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera betur Þegar umræðan berst að fallvöltu gengi Sjálfstæðisflokksins segir Guðrún niðurstöður skoðanakannanna óásættanlegar og flokkurinn verði að gera betur. Hún segir flokkinn ekki nógu duglegan að tala fyrir sinni stefnu og leyfi andstæðingum hans skilgreina flokkinn. fulltrúar flokksins verði að stíga fastar inn þar. Þessu verði að snúa við. Guðrún segir stöðu Sjálfstæðisflokksins, sé litið til skoðanakannana, algerlega óásættanlega.vísir/vilhelm Guðrún nefnir ótal atriði máli sínu til stuðnings. Eitt af því sé að flokkurinn sé skilgreindur sem karlrembu flokkur þegar þær fullyrðingar standist enga skoðun að hennar mati. „Þetta er bara alrangt. Stærstu jafnréttisskref sem stiginn hafa verið í íslensku samfélagi hafa verið gerð á vakt Sjálfstæðismanna.” Og Guðrún heldur áfram á þessum nótum. „Bjarni Benediktsson hefur verið óhræddur að lyfta upp konum til æðstu metorða og ég er ein af þeim. Núna eru fimm ráðherrar og þar eru þrjá konur og tveir karlar, og í sömu ríkisstjórn eru jafnt kynjahlutfall.” Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni hér http://bit.ly/3AuejEW
Samfélagsmiðlar Hælisleitendur Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira