Stikla fyrir nýja íslenska grínþætti: „Þetta er ógeðslega fyndið“ Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2024 15:01 Fyrsti þátturinn er frumsýndur á Stöð 2 í ágúst. Vísir Ný og spennandi grínþáttasería er væntanleg á Stöð 2 á næstunni. Þættirnir fjalla um vini sem ákveða að kaupa subbulegan bar sem er við það að fara á hausinn. Þættirnir heita Flamingó bar en í þeim reyna vinirnir Bjarki og Tinna Olsen að breyta ímynd barsins og snúa rekstrinum við. Þau gera það ásamt breyskum starfsmönnum en vafasamir fastagestir og óvæntar uppákomur eiga eftir að gera þeim lífið leitt. Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þættina. Klippa: Flamingó bar - stikla Um er að ræða sex þátta seríu sem er víst bæði sprenghlægileg og með hjarta. Aron Ingi Davíðsson og Birna Rún Eiríksdóttir leikstýra og skrifa einnig handrit ásamt Guðmundi Einari, Bjarna Snæbjörnssyni, Telmu Huld Jóhannesdóttur, Björk Guðmundsdóttur og Vilhelm Neto. „Við erum að deyja úr spenningi. Ég er buin að fá að sjá nokkur brot úr nokkrum senum og þetta er algjört kast. Þetta er ógeðslega fyndið,“ segir Björk, sem fer einnig með eitt aðalhlutverkanna, í samtali við fréttamann. Gaman að gera grín með góðum vinum Hópurinn sem kemur að þáttunum séu góðir vinir og að það hafi verið gaman að fá að vinna þá saman. „Þetta var smá eins og að vera í sumarbúðum með bestu vinum sínum að gera grín saman, þannig ég hefði ekki getað óskað mér betra ferli.“ Þá segist hún ekki hafa trú á öðru en að þættirnir eigi eftir að fá góðar viðtökur. „Við erum náttúrulega öll ótrúlega fyndin þannig ég hugsa að þetta muni bara slá í gegn.“ Tökumaður þáttanna er Anton Kristensen, leikmynd gerir Sara Blöndal, Magnús Ómarsson sér um hljóðhönnun og Heimir Bjarnason og Katrín Briem sjá um klippingu. Studio Fin gerir grafík, markaðsefni og VFX. Þættirnir eru væntanlegir þann 23. ágúst næstkomandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Þættirnir heita Flamingó bar en í þeim reyna vinirnir Bjarki og Tinna Olsen að breyta ímynd barsins og snúa rekstrinum við. Þau gera það ásamt breyskum starfsmönnum en vafasamir fastagestir og óvæntar uppákomur eiga eftir að gera þeim lífið leitt. Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þættina. Klippa: Flamingó bar - stikla Um er að ræða sex þátta seríu sem er víst bæði sprenghlægileg og með hjarta. Aron Ingi Davíðsson og Birna Rún Eiríksdóttir leikstýra og skrifa einnig handrit ásamt Guðmundi Einari, Bjarna Snæbjörnssyni, Telmu Huld Jóhannesdóttur, Björk Guðmundsdóttur og Vilhelm Neto. „Við erum að deyja úr spenningi. Ég er buin að fá að sjá nokkur brot úr nokkrum senum og þetta er algjört kast. Þetta er ógeðslega fyndið,“ segir Björk, sem fer einnig með eitt aðalhlutverkanna, í samtali við fréttamann. Gaman að gera grín með góðum vinum Hópurinn sem kemur að þáttunum séu góðir vinir og að það hafi verið gaman að fá að vinna þá saman. „Þetta var smá eins og að vera í sumarbúðum með bestu vinum sínum að gera grín saman, þannig ég hefði ekki getað óskað mér betra ferli.“ Þá segist hún ekki hafa trú á öðru en að þættirnir eigi eftir að fá góðar viðtökur. „Við erum náttúrulega öll ótrúlega fyndin þannig ég hugsa að þetta muni bara slá í gegn.“ Tökumaður þáttanna er Anton Kristensen, leikmynd gerir Sara Blöndal, Magnús Ómarsson sér um hljóðhönnun og Heimir Bjarnason og Katrín Briem sjá um klippingu. Studio Fin gerir grafík, markaðsefni og VFX. Þættirnir eru væntanlegir þann 23. ágúst næstkomandi á Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira