Uppgjörið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2024 18:31 Fram er aðeins einu stigi frá efri hluta Bestu deildar karla. vísir/anton Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Það var ekki vitað í hvaða átt þessi leikur myndi stefna því Valsmenn eru milli Evrópuleikja og undir miklu álagi. Fram hinsvegar var að snúa úr 17 daga fríi frá því að spila fótbolta og hefði leikurinn getað litast í aðra hvora áttina út frá þessum staðreyndum. Fram hinsvegar tók orkuna sína, ásamt vindorkunni, og þannig lagað keyrðu yfir Valsmenn í fyrir hálfleik. Allavega í markaskorun. Már Ægisson náði að koma Fram yfir á 10. mínútu þegar langskot hans fór í varnarmann og yfir Frederik Schram í markinu. Þannig var, að ég held, markmiði fyrri hálfleiks náð því Fram vildi að öllum líkindum nýta vindinn í bakið til góðra verka. Valsmenn tóku þá við boltanum og héldu honum án þess þó að ná að skapa sér mikið af færum. Aftur dró til tíðinda á 26. mínútu þegar hamagangur varð í vítateig Valsmanna. Boltinn barst inn og út úr teignum og þegar Már Ægisson náði skoti, sem fór yfir, var hann tæklaður um leið og vítaspyrna dæmd. Fred steig á punktinn og dúndraði knettinum í hornið. Frederik skutlaði sér í rétt horn en hann hefði þurft að teygja ansi mikið úr sér til að ná til knattarins. Vont varð verra sex mínútum síðar þegar Kennie Chopart fékk boltann við miðju vallarins. Hann óð af stað og var ekki stöðvaður. Hann komst að vítateigslínunni og skrúfaði boltann þá með utanverðum hægri fæti í fjærhornið. Aftur hefði Frederik þurft að teygja úr sér til að ná til knattarins. Valur virkuðu mjög vindlausir á þessum tímapunkti og þurftu að grafa djúpt í sálartetrin sín til rétta sig við. Þeir náðu að gera leikinn áhugaverðan aftur þegar Patrik Pedersen minnkaði muninn á 39. mínútu. Hann fékk boltann frá Kristni Frey Sigurðssyni í gegnum varnarlínuna og náði að plata Kyle upp úr skónum og snúa boltann framhjá Ólafi Íshólm í makrinu. Virkilega vel gert og maður sá að Valur þurfti á þessu að halda vitandi að þeir væru með vindinn í bakið í seinni. Úr varð að Valur hélt boltanum líklega 3/4 af seinni hálfleiknum og börðu hressilega á hurðina hjá heimamönnum. Bönkinu urðu háværari og ókurteisari eftir því sem leið á en Ólafur Íshólm og varnarlína Fram stóð sína vakt með stökustu prýði og héldu Val frá því að skora. Það var einungis tvennt í stöðunni sem gat gerst, Valur næði að jafna eða Fram næði að auka muninn með fjórða marki sínu úr skyndisókn. Það síðarnefnda raungerðis. Fred vann þá boltann í miðjuboganum og kom boltanum á Má Ægissyni. Sá geystist fram á sama tíma og Fred þaut inn í vítateiginn. Hárnákvæm sending Más fann Fred sem renndi boltanum framhjá Frederik í markinu. Staðan orðin 4-1 og vindurinn úr seglum Valsmanna. Fram fagnaði sigrinum innilega og geta tekið frammistöðuna með sér upp í Árbæ á miðvikudaginn. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins fær þá nafnbót. Það er um að gera að láta vaða á markið þegar vindurinn er sterkur í bakið á liði manns. Skítt með xG tölfræði og allt það, þú skorar ekki nema að skjóta. Már Ægisson gerði það á 10. mínútu. Boltinn hafði vissulega viðkomu í varnarmanni á leið sinni yfir markvörðinn og í netið en markið opnaði leikinn upp á gátt og úr varð mikil skemmtun. Stjörnur og skúrkar Mikið af stjörnum hjá Fram í dag en Már Ægisson fær nafnbótina. Kappinn skoraði, lagði upp og náði í vítaspyrnu. Aðrir sem þurfa að fá útkall eru Ólafur Íshólm í markinu, Fred og svo Kennie Chopart en allt Fram liðið var mjög flott í dag. Rúnar talaði um að hann hafi fengið allt sem hann vildi og miklu meira eftir leik. Valsarar aftur á móti þurfa að líta í eigin barm. Þeir sköpuðu sér urmul marktækifæra án þess að skora, gerðu sig seka um slappan varnarleik og Gylfi Þór fékk ekki boltann á löngum köflum í fyrri hálfleik. Dómarinn Elías Ingi getur held ég verið þokkalega sáttur með sinn leik. Greip í alla þá tauma sem þurfti að grípa í og spjöldin öll rétt. Umgjörð og stemmning Umgjörðin að sjálfsögðu til fyrirmyndar hjá Fram. Veðrið hefði getað sett mikið stærra strik í reikninginn en það heyrðist heldur betur vel í stuðningsmönnum heimamanna lengst af í leiknum. 577 lögðu leið sína á Lambhagavöllinn og ég held að mikill meirihluti hafi verið stuðningsmenn Framara. Viðtöl Arnar: Menn eru brjálaðir Arnar Grétarsson þjálfari Vals var að vonum óánægður með leikinn í kvöld. Hann vildi ekki skella skuldinni á álagið og fannst ýmislegt betur mega fara hjá sínum mönnum í kvöld. „Ég er fyrst og fremst óánægður með tapið en svo eru það mörkin sem við erum að fá á okkur. Fyrsta markið hefur heppnisstimpil á sér en vítið og þriðja markið eru mjög ódýr. Fjórða markið klárar svo leikinn. Þar er líka hægt að setja spurningarmerki við varnarmennina, það eru ekki kláruð hlaupin og menn gleyma manninum sínum.“ „Að því sögðu þá er þetta mjög blóðugt því við komum okkur aftur inn í leikinn en það er erfitt að vinna leiki þegar maður fær þrjú og fjögur mörk á sig. Við vorum að fá á okkur of auðveld mörk. Við höfðum trú á því að ef við myndum halda hreinu í seinni hálfleik þá myndum við vinna leikinn. Við sköpuðum okkur aragrúa af færum en þetta var stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim. Það er ekki nóg að hafa boltann allan tímann, boltinn vildi bara ekki í netið í dag. Það var bara virkilega svekkjandi að tapa þessu svona.“ Arnar var þá spurður út í hvort það væri hægt að skrifa eitthvað á álagið á Valsliðinu þessa dagana. „Nei ég ætla ekki að kenna því um. Mér fannst við vera með kraft í leiknum. Að því sögðu þá máttu ekki gera þetta of auðvelt fyrir þá. Fjórða markið var of auðvelt, þriðja markið var of auðvelt og ég á eftir að sjá hvernig vítið atvikaðist. Framarar geta alltaf ógnað okkur, eru fljótir og beinskeyttir það vitum við. Þetta er ekki þreyta bara einbeiting.“ „Þetta er svekkjandi hvernig þetta fór í dag, við erum búnir að vera á fínu róli og ekki búnir að vera að fá á okkur mörg mörk. Svo færðu svona mark eins og fyrsta markið er þar sem við erum með fjóra menn fyrir aftan boltann en svona getur gerst í fótbolta. Svo fylgja þeir því eftir með vítinu og kjaftshögg með þriðja markinu. Menn héldu áfram allan tímann en við hefðum annað markið okkar í dag.“ Er eitthvað úr þessum leik sem Valur getur nýtt sér fyrir leikinn gegn St. Mirren í næstu viku? „Ég veit það ekki. Við þurfum að safna kröftum. Menn eru brjálaðir og við þurfum aðeins að anda og ná endurheimt. Svo förum við út á þriðjudag og við þurfum að safna kröftum fyrir þann leik. Þar getur komið þreyta þar sem við erum að spila þriðja leikinn í vikunni en St. Mirren er ekki með leik á milli. Það er samt möguleiki á að fara áfram sem við ætlum að gera.“ Besta deild karla Fram Valur
Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Það var ekki vitað í hvaða átt þessi leikur myndi stefna því Valsmenn eru milli Evrópuleikja og undir miklu álagi. Fram hinsvegar var að snúa úr 17 daga fríi frá því að spila fótbolta og hefði leikurinn getað litast í aðra hvora áttina út frá þessum staðreyndum. Fram hinsvegar tók orkuna sína, ásamt vindorkunni, og þannig lagað keyrðu yfir Valsmenn í fyrir hálfleik. Allavega í markaskorun. Már Ægisson náði að koma Fram yfir á 10. mínútu þegar langskot hans fór í varnarmann og yfir Frederik Schram í markinu. Þannig var, að ég held, markmiði fyrri hálfleiks náð því Fram vildi að öllum líkindum nýta vindinn í bakið til góðra verka. Valsmenn tóku þá við boltanum og héldu honum án þess þó að ná að skapa sér mikið af færum. Aftur dró til tíðinda á 26. mínútu þegar hamagangur varð í vítateig Valsmanna. Boltinn barst inn og út úr teignum og þegar Már Ægisson náði skoti, sem fór yfir, var hann tæklaður um leið og vítaspyrna dæmd. Fred steig á punktinn og dúndraði knettinum í hornið. Frederik skutlaði sér í rétt horn en hann hefði þurft að teygja ansi mikið úr sér til að ná til knattarins. Vont varð verra sex mínútum síðar þegar Kennie Chopart fékk boltann við miðju vallarins. Hann óð af stað og var ekki stöðvaður. Hann komst að vítateigslínunni og skrúfaði boltann þá með utanverðum hægri fæti í fjærhornið. Aftur hefði Frederik þurft að teygja úr sér til að ná til knattarins. Valur virkuðu mjög vindlausir á þessum tímapunkti og þurftu að grafa djúpt í sálartetrin sín til rétta sig við. Þeir náðu að gera leikinn áhugaverðan aftur þegar Patrik Pedersen minnkaði muninn á 39. mínútu. Hann fékk boltann frá Kristni Frey Sigurðssyni í gegnum varnarlínuna og náði að plata Kyle upp úr skónum og snúa boltann framhjá Ólafi Íshólm í makrinu. Virkilega vel gert og maður sá að Valur þurfti á þessu að halda vitandi að þeir væru með vindinn í bakið í seinni. Úr varð að Valur hélt boltanum líklega 3/4 af seinni hálfleiknum og börðu hressilega á hurðina hjá heimamönnum. Bönkinu urðu háværari og ókurteisari eftir því sem leið á en Ólafur Íshólm og varnarlína Fram stóð sína vakt með stökustu prýði og héldu Val frá því að skora. Það var einungis tvennt í stöðunni sem gat gerst, Valur næði að jafna eða Fram næði að auka muninn með fjórða marki sínu úr skyndisókn. Það síðarnefnda raungerðis. Fred vann þá boltann í miðjuboganum og kom boltanum á Má Ægissyni. Sá geystist fram á sama tíma og Fred þaut inn í vítateiginn. Hárnákvæm sending Más fann Fred sem renndi boltanum framhjá Frederik í markinu. Staðan orðin 4-1 og vindurinn úr seglum Valsmanna. Fram fagnaði sigrinum innilega og geta tekið frammistöðuna með sér upp í Árbæ á miðvikudaginn. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins fær þá nafnbót. Það er um að gera að láta vaða á markið þegar vindurinn er sterkur í bakið á liði manns. Skítt með xG tölfræði og allt það, þú skorar ekki nema að skjóta. Már Ægisson gerði það á 10. mínútu. Boltinn hafði vissulega viðkomu í varnarmanni á leið sinni yfir markvörðinn og í netið en markið opnaði leikinn upp á gátt og úr varð mikil skemmtun. Stjörnur og skúrkar Mikið af stjörnum hjá Fram í dag en Már Ægisson fær nafnbótina. Kappinn skoraði, lagði upp og náði í vítaspyrnu. Aðrir sem þurfa að fá útkall eru Ólafur Íshólm í markinu, Fred og svo Kennie Chopart en allt Fram liðið var mjög flott í dag. Rúnar talaði um að hann hafi fengið allt sem hann vildi og miklu meira eftir leik. Valsarar aftur á móti þurfa að líta í eigin barm. Þeir sköpuðu sér urmul marktækifæra án þess að skora, gerðu sig seka um slappan varnarleik og Gylfi Þór fékk ekki boltann á löngum köflum í fyrri hálfleik. Dómarinn Elías Ingi getur held ég verið þokkalega sáttur með sinn leik. Greip í alla þá tauma sem þurfti að grípa í og spjöldin öll rétt. Umgjörð og stemmning Umgjörðin að sjálfsögðu til fyrirmyndar hjá Fram. Veðrið hefði getað sett mikið stærra strik í reikninginn en það heyrðist heldur betur vel í stuðningsmönnum heimamanna lengst af í leiknum. 577 lögðu leið sína á Lambhagavöllinn og ég held að mikill meirihluti hafi verið stuðningsmenn Framara. Viðtöl Arnar: Menn eru brjálaðir Arnar Grétarsson þjálfari Vals var að vonum óánægður með leikinn í kvöld. Hann vildi ekki skella skuldinni á álagið og fannst ýmislegt betur mega fara hjá sínum mönnum í kvöld. „Ég er fyrst og fremst óánægður með tapið en svo eru það mörkin sem við erum að fá á okkur. Fyrsta markið hefur heppnisstimpil á sér en vítið og þriðja markið eru mjög ódýr. Fjórða markið klárar svo leikinn. Þar er líka hægt að setja spurningarmerki við varnarmennina, það eru ekki kláruð hlaupin og menn gleyma manninum sínum.“ „Að því sögðu þá er þetta mjög blóðugt því við komum okkur aftur inn í leikinn en það er erfitt að vinna leiki þegar maður fær þrjú og fjögur mörk á sig. Við vorum að fá á okkur of auðveld mörk. Við höfðum trú á því að ef við myndum halda hreinu í seinni hálfleik þá myndum við vinna leikinn. Við sköpuðum okkur aragrúa af færum en þetta var stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim. Það er ekki nóg að hafa boltann allan tímann, boltinn vildi bara ekki í netið í dag. Það var bara virkilega svekkjandi að tapa þessu svona.“ Arnar var þá spurður út í hvort það væri hægt að skrifa eitthvað á álagið á Valsliðinu þessa dagana. „Nei ég ætla ekki að kenna því um. Mér fannst við vera með kraft í leiknum. Að því sögðu þá máttu ekki gera þetta of auðvelt fyrir þá. Fjórða markið var of auðvelt, þriðja markið var of auðvelt og ég á eftir að sjá hvernig vítið atvikaðist. Framarar geta alltaf ógnað okkur, eru fljótir og beinskeyttir það vitum við. Þetta er ekki þreyta bara einbeiting.“ „Þetta er svekkjandi hvernig þetta fór í dag, við erum búnir að vera á fínu róli og ekki búnir að vera að fá á okkur mörg mörk. Svo færðu svona mark eins og fyrsta markið er þar sem við erum með fjóra menn fyrir aftan boltann en svona getur gerst í fótbolta. Svo fylgja þeir því eftir með vítinu og kjaftshögg með þriðja markinu. Menn héldu áfram allan tímann en við hefðum annað markið okkar í dag.“ Er eitthvað úr þessum leik sem Valur getur nýtt sér fyrir leikinn gegn St. Mirren í næstu viku? „Ég veit það ekki. Við þurfum að safna kröftum. Menn eru brjálaðir og við þurfum aðeins að anda og ná endurheimt. Svo förum við út á þriðjudag og við þurfum að safna kröftum fyrir þann leik. Þar getur komið þreyta þar sem við erum að spila þriðja leikinn í vikunni en St. Mirren er ekki með leik á milli. Það er samt möguleiki á að fara áfram sem við ætlum að gera.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti